Fyrsta umferð DARTUNG, mótaröð fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-18 ára, fór fram í aðstöðu Pílufélags Kópavogs í íþróttamiðstöðinni Digranesi laugardaginn 10. febrúar. Nýtt met var slegið í skráningum en 40 börn og unglinga tóku þátt í þessu fyrsta móti ársins.
Í drengjaflokki 9-13 ára var það Kári Vagn Birkisson sem sigraði Þorbjörn Óðinn Arnarsson 4-2 í úrslitaleiknum en báðir spila þeir fyrir Pílufélag Kópavogs. Kári tók út 86 fyrir sigrinum sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Í stúlknaflokki 9-13 ára var það Aþena Ósk Óskarsdóttir Tulinius frá Píludeild Þórs sem sigraði Elínu Dögg Baldursdóttur frá Pílufélagi Kópavogs 3-1 í úrslitaleiknum. Því miður náðist ekki sá leikur í útsendingu Live Darts Iceland.
Í drengjaflokki 14-18 ára var það Dalvíkingurinn Ægir Eyfjörð Gunnþórsson sem sigraði Axel Arnarsson 4-2 í úrslitaleiknum en Ægir gerði sig lítið fyrir og tók 180 í leiknum. Hann tók síðan út 24 fyrir leiknum sem má sjá hér fyrir neðan:
Í stúlknaflokki 14-18 ára var það Emilía Rós Kristinsdóttir úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar sem sigraði Birnu Rós Daníelsdóttur úr Pílufélag Reykjanesbæjar 4-1 í úrslitaleiknum
ÍPS óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar kærlega öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Næsta umferð DARTUNG fer fram laugardaginn 6. apríl í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri.
Hér má síðan sjá uppfærðan stigalista DARTUNG mótaraðarinnar en hún er í samstarfi við www.pingpong.is
Hér má síðan sjá myndir af öllum verðlaunahöfum:
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…