Fyrsta umferð DARTUNG, mótaröð fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-18 ára, fór fram í aðstöðu Pílufélags Kópavogs í íþróttamiðstöðinni Digranesi laugardaginn 10. febrúar. Nýtt met var slegið í skráningum en 40 börn og unglinga tóku þátt í þessu fyrsta móti ársins.
Í drengjaflokki 9-13 ára var það Kári Vagn Birkisson sem sigraði Þorbjörn Óðinn Arnarsson 4-2 í úrslitaleiknum en báðir spila þeir fyrir Pílufélag Kópavogs. Kári tók út 86 fyrir sigrinum sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Í stúlknaflokki 9-13 ára var það Aþena Ósk Óskarsdóttir Tulinius frá Píludeild Þórs sem sigraði Elínu Dögg Baldursdóttur frá Pílufélagi Kópavogs 3-1 í úrslitaleiknum. Því miður náðist ekki sá leikur í útsendingu Live Darts Iceland.
Í drengjaflokki 14-18 ára var það Dalvíkingurinn Ægir Eyfjörð Gunnþórsson sem sigraði Axel Arnarsson 4-2 í úrslitaleiknum en Ægir gerði sig lítið fyrir og tók 180 í leiknum. Hann tók síðan út 24 fyrir leiknum sem má sjá hér fyrir neðan:
Í stúlknaflokki 14-18 ára var það Emilía Rós Kristinsdóttir úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar sem sigraði Birnu Rós Daníelsdóttur úr Pílufélag Reykjanesbæjar 4-1 í úrslitaleiknum
ÍPS óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar kærlega öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Næsta umferð DARTUNG fer fram laugardaginn 6. apríl í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri.
Hér má síðan sjá uppfærðan stigalista DARTUNG mótaraðarinnar en hún er í samstarfi við www.pingpong.is
Hér má síðan sjá myndir af öllum verðlaunahöfum:
Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…
Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…
Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…
Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…
Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…
Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…