2. umferð DartUng mótaraðarinnar, sem er í samvinnu með PingPong.is, fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á laugardaginn. Alls mættu 36 keppendur til leiks og var spilað í tveimur aldursflokkum í bæði stráka- og stúlknaflokki.
Í flokki stúlkna 13 ára og yngri voru 3 keppendur og var það Aþena Ósk Óskarsdóttir sem stóð upp sem sigurvegari líkt og hún gerði í DartUng 1 en hún sigraði Rakel Málfríði Egilsdóttur 3-0 í úrslitaleiknum.
Í flokki stúlkna 14 ára og eldri voru 2 keppendur en það var Nadía Ósk Jónsdóttir sem sigraði Hrefnu Lind Jónasdóttur 4-0 í úrslitaleiknum.
Í flokki drengja 9-13 ára mættu 13 keppendur til leiks. Axel James Wright stóð uppi sem sigurvegari en hann sigraði Kára Vagn Birkisson 4-2 í úrslitaleiknum. Axel hefndi þar með fyrir DartUng 1 þar sem Kári sigraði hann í úrslitaleiknum og sitja þeir nú í fyrstu tveimur sætum stigalistans og munar einungis 5 stigum á þeim.
Í flokki drengja 14-18 ára mættu 20 keppendur til leiks. Ægir Eyfjörð Gunnþórsson stóð upp sem sigurvegari en hann sigraði einnig DartUng 1. Í úrslitaleiknum spilaði hann við Matthías Helga Ásgeirsson og vann Ægir leikinn 4-1 og kláraði með glæsilegu 112 útskoti sem má sjá hér fyrir neðan:
Stigalisti DartUng hefur verið uppfærður eftir þessa umferð og má nálgast HÉR
Stjórn ÍPS ásamt Barna- og unglingaráð óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt kærlega fyrir aðstoðina. Ekki er komin dagsetning og staðsetning fyrir DartUng 3 en hún verður gefin út á næstu vikum.
Hér má sjá myndir af sigurvegurum helgarinnar:
Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…
Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…
Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…
The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…
Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…
Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…