Fréttir

DartUng 2 – Úrslit

2. umferð DartUng mótaraðarinnar, sem er í samvinnu með PingPong.is, fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á laugardaginn. Alls mættu 36 keppendur til leiks og var spilað í tveimur aldursflokkum í bæði stráka- og stúlknaflokki.

Í flokki stúlkna 13 ára og yngri voru 3 keppendur og var það Aþena Ósk Óskarsdóttir sem stóð upp sem sigurvegari líkt og hún gerði í DartUng 1 en hún sigraði Rakel Málfríði Egilsdóttur 3-0 í úrslitaleiknum.

Aþena Ósk

Í flokki stúlkna 14 ára og eldri voru 2 keppendur en það var Nadía Ósk Jónsdóttir sem sigraði Hrefnu Lind Jónasdóttur 4-0 í úrslitaleiknum.

Nadía Ósk

Í flokki drengja 9-13 ára mættu 13 keppendur til leiks. Axel James Wright stóð uppi sem sigurvegari en hann sigraði Kára Vagn Birkisson 4-2 í úrslitaleiknum. Axel hefndi þar með fyrir DartUng 1 þar sem Kári sigraði hann í úrslitaleiknum og sitja þeir nú í fyrstu tveimur sætum stigalistans og munar einungis 5 stigum á þeim.

Axel James

Í flokki drengja 14-18 ára mættu 20 keppendur til leiks. Ægir Eyfjörð Gunnþórsson stóð upp sem sigurvegari en hann sigraði einnig DartUng 1. Í úrslitaleiknum spilaði hann við Matthías Helga Ásgeirsson og vann Ægir leikinn 4-1 og kláraði með glæsilegu 112 útskoti sem má sjá hér fyrir neðan:

Ægir og Matthías

Stigalisti DartUng hefur verið uppfærður eftir þessa umferð og má nálgast HÉR

Stjórn ÍPS ásamt Barna- og unglingaráð óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt kærlega fyrir aðstoðina. Ekki er komin dagsetning og staðsetning fyrir DartUng 3 en hún verður gefin út á næstu vikum.

Hér má sjá myndir af sigurvegurum helgarinnar:

ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago