Fréttir

DartUng 3 – Úrslit

3. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 síðastliðinn laugardag en 23 börn og ungmenni voru skráð til leiks.

Í stúlknaflokki 14-18 ára sigraði Nadía Ósk Jónsdóttir frá Pílukastfélagi Reykjavíkur en hún sigraði Hrefnu Lind Jónasdóttur frá Píludeild Þórs 4-0 í úrslitaleiknum.

https://recap.dartconnect.com/matches/66eed1df09b6feed80d72d98

Í stúlknaflokki 9-13 ára sigraði Aþena Ósk Óskarsdóttir Tulinius frá Píludeild Þórs en hún sigraði Elínu Dögg Baldursdóttur frá Pílufélagi Kópavogs 3-1 í úrslitaleiknum

https://recap.dartconnect.com/matches/66eecaac09b6feed80d72842

Í drengjaflokki 14-18 ára sigraði Viktor Kári Valdimarsson frá Pílufélagi Hvammstanga en hann sigraði Snæbjörn Inga Þorbjörnsson frá Píludeild Þórs 4-0 í úrslitaleiknum

https://recap.dartconnect.com/matches/66eed91109b6feed80d732a1

Í drengjaflokki 9-13 ára sigraði Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs en hann sigraði Axel James Wright frá Pílukastfélagi Reykjavíkur 4-2 í úrslitaleiknum.

https://recap.dartconnect.com/matches/66eedca709b6feed80d73534

Hér má síðan sjá myndir af sigurvegurum DartUng 3. Fjórða og síðasta DartUng mótið á árinu verður síðan haldið á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og fer skráning af stað í byrjun nóvember.

ipsdart

Recent Posts

Félagsliðamót 2025 – Stigagjöf

Hægt er að sjá stöðuna í Stigalista Félagsmótsins hér að neðan. Reglur og fyrirkomulag Íslandsmóts…

4 dagar ago

Íslandsmót Félagsliða 2025 – Upplýsingar vegna mótsins

Íslandsmót Félagsliða fer fram núna um helgina 30-31 ágúst á Bullseye. 12 félög eru skráð…

7 dagar ago

Íslandsmót félagsliða

Íslandsmót félagsliða verður haldið á Bullseye helgina 30-31. ágúst. Tölvupóstur hefur verið sendur á öll…

3 vikur ago

WDF Masters – Boðsmiðar

Eftirtaldir aðilar munu fá útvegaða boðsmiða fyrir hönd ÍPS á WDF Masters sem haldið verður…

3 vikur ago