DARTUNG

DartUng lokaumferð – Úrslit

Lokumferð DartUng mótaraðarinnar fór fram í húsakynnum PFR að Tangarhöfða 2 síðastliðinn laugardag. 25 keppendur voru skráð til leiks. Fyrir umferðina var Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir búin að tryggja sér stigatitillinn í flokki stúlkna 13-18 ára en hún gerði sér lítið fyrir og endaði með fullt hús stiga. Linda Björk Atladóttir stóð uppi sem stigameistari í flokki stúlkna 9-12 ára en það var Aþena Óskarsdóttir sem sigraði lokaumferðina.

Hjá strákunum var spennan mikil í báðum aldursflokkum en að lokum var það Axel James Wright sem varð stigameistari í 9-12 ára, naumum 10 stigum á undan Kára Vagn Birkissyni sem sigraði umferðina.

Gunnar Guðmundsson varð “sófameistari” 13-18 ára drengja. Hann var fjarverandi í lokaumferðinni en úrslitin urðu honum hagstæð þar sem að Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson, sem fyrir lokaumferðina var sá eini sem gat ógnað honum, endaði 5-6. sæti. Jóhann Gunnar Jóhannssson sigraði lokaumferðina.

Hér að neðan má svo sjá úrslit allra umferða og stigalista í öllum aldursflokkum.

Stigalisti U18 2023

ÍPS ásamt Barna- og Unglinganefnd óskar sigurvegurum innilega til hamingju. Greinilegt er að pílan er að höfða mikið til yngri kynslóðarinnar og að mikill uppgangur, elja og metnaður sé meðal þátttakenda. Sérstakar þakkir fær síðan PingPong.is fyrir að vera styrktaraðili DartUng mótaraðarinnar.

Upplýsingar um æfingar 9-18 ára hjá aðildarfélögum ÍPS má finna með því að smella HÉR

Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af sigurvegurum lokaumferðarinnar

Nadía Ósk og Emilía Rós
Hrefna, Aþena, Linda og Guðrún
Óðinn, Ísak, Jóhann Gunnar og Jóhann Fróði
Þorbjörn, Kári, Axel og Óðinn

ipsdart

Recent Posts

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

5 dagar ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

2 vikur ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

3 vikur ago

Fyrsta píluþingi lokið – Ný stórn kosin

Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…

3 vikur ago

Landsliðsþjálfari U18 ráðin hjá ÍPS

ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og…

4 vikur ago