Íslandsmótið í Cricket einmenning fór fram í dag hjá Píludeild Þórs á Akureyri. Í karlaflokki sigraði Alexander Veigar Þorvaldsson (PG) 6-0 í úrslitaleik gegn Lukasz Knapik (PFH).
Í kvennaflokki sigraði Brynja Herborg (PFH) eftir æsispennandi 6-5 úrslitaleik gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur (PFH).
Í 3. – 4. sæti í flokki karla voru þeir Haraldur Birgisson (PFH) og Óskar Jónasson (Þór). Í 3. – 4. sæti í flokki kvenna voru þær Kitta Einarsdóttir (PR) og Steinunn Dagný Ingvarsdóttir (PG).
Beinar útsendingar voru á tveimur spjöldum og er hægt að nálgast upptökur frá mótinu hér
Dagurinn byrjaði með því að veitt voru verðlaun fyrir 3.-4 sætið í Cricket tvímenning.
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…
Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…