Aðal

Dagatal 2024

Hér fyrir neðan má sjá dagatal ÍPS fyrir árið 2024 og mun viðburðasíða verða uppfærð á næstu dögum. Dagsetningar DARTUNG 2-4 eru ekki komnar á hreint en verða gefnar út á næstu vikum. Áfram er áætlað að spila 4 umferðir eins og á síðasta ári og verður fyrsta umferð þann 10. febrúar hjá Pílukastfélagi Kópavogs. Eins eru engar dagsetningar fyrir Úrvalsdeildina 2024 á dagatalinu þar sem fyrirkomulag hennar er ekki komið á hreint.

Aðildarfélögum ÍPS stendur til boða að sækja um að halda þau mót sem ekki hafa skráða staðsetningu og skulu áhugasöm aðildarfélög senda ÍPS tölvupóst fyrir 31. desember 2023 með umsókn um hvaða mót það vill sjá um. ÍPS mun síðan tilkynna staðsetningar allra móta á Aðalfundi sambandsins sem haldinn verður þann 17. janúar 2024.

Stjórn ÍPS áskilur sér rétt til þess að breyta dagsetningum og staðsetningum móta en það verður þó gert með eins miklum fyrirvara og hægt er.

Aðildarfélögum býðst einnig að setja stærri mót sín á viðburðarsíðu ÍPS og skal félagið senda póst á dart@dart.is með öllum helstu upplýsingum.

ipsdart

Recent Posts

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

1 day ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 month ago

Ísl.mót Félagsliða – Dagskrá og Riðlaskipan.

Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…

3 months ago

Fréttatilkynning: Framhalds-aðalfundur o.fl.

ÍPS boðar til framhalds-aðalfundar þar sem ekki tókst að fylla í allar stöðu stjórnar skv…

4 months ago

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja…

4 months ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

5 months ago