Aðal

Dagatal 2024

Hér fyrir neðan má sjá dagatal ÍPS fyrir árið 2024 og mun viðburðasíða verða uppfærð á næstu dögum. Dagsetningar DARTUNG 2-4 eru ekki komnar á hreint en verða gefnar út á næstu vikum. Áfram er áætlað að spila 4 umferðir eins og á síðasta ári og verður fyrsta umferð þann 10. febrúar hjá Pílukastfélagi Kópavogs. Eins eru engar dagsetningar fyrir Úrvalsdeildina 2024 á dagatalinu þar sem fyrirkomulag hennar er ekki komið á hreint.

Aðildarfélögum ÍPS stendur til boða að sækja um að halda þau mót sem ekki hafa skráða staðsetningu og skulu áhugasöm aðildarfélög senda ÍPS tölvupóst fyrir 31. desember 2023 með umsókn um hvaða mót það vill sjá um. ÍPS mun síðan tilkynna staðsetningar allra móta á Aðalfundi sambandsins sem haldinn verður þann 17. janúar 2024.

Stjórn ÍPS áskilur sér rétt til þess að breyta dagsetningum og staðsetningum móta en það verður þó gert með eins miklum fyrirvara og hægt er.

Aðildarfélögum býðst einnig að setja stærri mót sín á viðburðarsíðu ÍPS og skal félagið senda póst á dart@dart.is með öllum helstu upplýsingum.

ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót ungmenna Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Áminning

Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…

3 days ago

Grand Prix 2025 – Áminning/tilkynning

Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…

5 days ago

Val á U-18 ára landsliði Íslands

Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…

7 days ago

Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Opið fyrir skráningu

Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…

2 weeks ago

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

2 weeks ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

2 weeks ago