4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri síðastliðinn laugardag en 22 börn og ungmenni voru skráð til leiks.
Í stúlknaflokki 14-18 ára sigraði Nadía Ósk Jónsdóttir frá Pílukastfélagi Reykjavíkur en hún sigraði Hrefnu Lind Jónasdóttur frá Píludeild Þórs í úrslitaleiknum.
https://recap.dartconnect.com/matches/66eed1df09b6feed80d72d98
Í stúlknaflokki 9-13 ára sigraði Aþena Ósk Óskarsdóttir Tulinius frá Píludeild Þórs en hún sigraði Elínu Dögg Baldursdóttur frá Pílukastfélagi Kópavogs í úrslitaleiknum
https://recap.dartconnect.com/matches/6738a7bb240d736e0a99091c
Í drengjaflokki 14-18 ára sigraði Aron Stefánsson frá Píludeild Þórs en hann sigraði Jóhann Fróða frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar í úrslitaleiknum.
https://recap.dartconnect.com/matches/6738b519240d736e0a99150c
Í drengjaflokki 9-13 ára sigraði Axel James Wright frá Pílukastfélagi Reykjavíkur en hann sigraði Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs í úrslitaleiknum.
https://recap.dartconnect.com/matches/6738b192240d736e0a9911b9
Síðan voru krýndir stigameistarar bæði drengja og stúlkna fyrir árið 2024.
Stigameistarar drengja U18 og U14:
Drengir:
U18 – Ægir Eyfjörð Gunnþórsson
Pílufélag Dalvíkur
U14 – Kári Vagn Birkisson
Pílukastfélag Kópavogs
Stúlkur:
U18 – Nadía Ósk Jónsdóttir
Pílukastfélag Reykjavíkur
U14 – Aþena Ósk Tulinius Óskarsdóttir
Píludeild Þórs
Við þökkum öllum sem tóku þátt í Dartung á þessu ári og sjáumst hress og kát á nýju ári.
Hér má síðan sjá myndir af sigurvegurum DartUng 4 og stigameisturum fyrir árið 2024.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…
Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…