Fréttir

DARTUNG2 umfjöllun, myndir og streymi

Það var mikil stemning í Grindavík þegar önnur umferð DARTUNG fór fram sunnudaginn 26. mars 2023.
18 keppendur tóku þátt í 4 aldurshópum.

Í flokki stúlkna á aldrinum 13-18 ára sigraði Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir í úrslitaleik gegn Birnu Rós Daníelsdóttur. Í 3.-4. sæti voru Regína Sól Pétursdóttir og Andrea Margrét Davíðsdóttir. Í flokki drengja á aldrinum 13-18 ára sigraði Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson í úrslitaleik gegn Sveinbirni Runólfssyni. Í 3.-4. sæti voru Gunnar Guðmundsson og Ottó Helgason.

Í flokki stúlkna 12 ára og yngri sigraði Linda Björk Atladóttir í úrslitaleik gegn Guðfinnu Söru Arnórsdóttur. Í 3. sæti var Þórdís Etna Þórarinsdóttir. Í flokki drengja 12 ára og yngri sigraði Axel James Wright í úrslitaleik gegn Gísla Galdri Jónassyni. Í 3.-4. sæti voru Baltasar Breiðfjörð og Kári Vagn Birkisson.

Unglingalandsliðsþjálfarar Íslands, þau Brynja Herborg og Pétur Guðmundsson voru að sjálfsögðu á staðnum og fylgdust grant með. Stjórn ÍPS vill þakka styrktaraðila mótsins PingPong.is sérstaklega fyrir ómetanlegan stuðning. Papas Pizza fær einnig þakkir fyrir að gefa keppendum gómsætar pizzur.

Nú fer DARTUNG í hlé þar til í haust en 3. umferð DARTUNG fer fram sunnudaginn 23. september. Næsta mót fyrir ungmenni verður Íslandsmót ungmenna þann 30. apríl á Bullseye Reykjavík. Þar verður keppt í 3 aldursflokkum, bæði drengja og stúlkna. Undir 21 árs, undir 18 ára og undir 13 ára. Skráning í Íslandsmót ungmenna hefst í byrjun apríl.

Myndir frá DARTUNG 1

Emiíla Rós Kristinsdóttir – 1. sæti
Axel James Wright – 1. sæti
Linda Björk Atladóttir – 1. sæti
Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson – 1. sæti

Streymi 1 frá DARTUNG2

Streymi 2 frá DARTUNG2

Helgi Pjetur

Recent Posts

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

7 hours ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

5 days ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

1 week ago

Floridana 1. umferð 2025

Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…

2 weeks ago

Floridana kvennadeildir (RVK og NA-deild)

ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…

2 weeks ago

Floridana deildin RVK – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

2 weeks ago