Það var mikil stemning í Grindavík þegar önnur umferð DARTUNG fór fram sunnudaginn 26. mars 2023.
18 keppendur tóku þátt í 4 aldurshópum.
Í flokki stúlkna á aldrinum 13-18 ára sigraði Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir í úrslitaleik gegn Birnu Rós Daníelsdóttur. Í 3.-4. sæti voru Regína Sól Pétursdóttir og Andrea Margrét Davíðsdóttir. Í flokki drengja á aldrinum 13-18 ára sigraði Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson í úrslitaleik gegn Sveinbirni Runólfssyni. Í 3.-4. sæti voru Gunnar Guðmundsson og Ottó Helgason.
Í flokki stúlkna 12 ára og yngri sigraði Linda Björk Atladóttir í úrslitaleik gegn Guðfinnu Söru Arnórsdóttur. Í 3. sæti var Þórdís Etna Þórarinsdóttir. Í flokki drengja 12 ára og yngri sigraði Axel James Wright í úrslitaleik gegn Gísla Galdri Jónassyni. Í 3.-4. sæti voru Baltasar Breiðfjörð og Kári Vagn Birkisson.
Unglingalandsliðsþjálfarar Íslands, þau Brynja Herborg og Pétur Guðmundsson voru að sjálfsögðu á staðnum og fylgdust grant með. Stjórn ÍPS vill þakka styrktaraðila mótsins PingPong.is sérstaklega fyrir ómetanlegan stuðning. Papas Pizza fær einnig þakkir fyrir að gefa keppendum gómsætar pizzur.
Nú fer DARTUNG í hlé þar til í haust en 3. umferð DARTUNG fer fram sunnudaginn 23. september. Næsta mót fyrir ungmenni verður Íslandsmót ungmenna þann 30. apríl á Bullseye Reykjavík. Þar verður keppt í 3 aldursflokkum, bæði drengja og stúlkna. Undir 21 árs, undir 18 ára og undir 13 ára. Skráning í Íslandsmót ungmenna hefst í byrjun apríl.
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…
Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar er…