Aðal

DARTUNG3 umfjöllun, myndir og streymi

Það var góð stemning í Reykjanesbæ þegar þriðja umferð DARTUNG fór fram laugardaginn 23. september 2023. 23 keppendur tóku þátt í 4 aldurshópum.

Í flokki stúlkna á aldrinum 13-18 ára sigraði Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir 4-2 í úrslitaleik gegn Nadíu Ósk Jónsdóttur, báðar úr PFH. Í 3. sæti var Birna Rós Daníelsdóttir úr PR. Í flokki drengja á aldrinum 13-18 ára sigraði Gunnar Guðmundsson úr PS 4-1 í úrslitaleik gegn Marel Jónssyni. Í 3.-4. sæti voru Ísak Eldur Gunnarsson úr PKK og Jóhann Fróði Ásgeirsson úr PFH.

Í flokki stúlkna 12 ára og yngri sigraði Íris Harpa Helgadóttir úr PFH í úrslitaleik 2-1 gegn Hrefnu Jónasdóttur úr Þór. Í flokki drengja 12 ára og yngri sigraði Óðinn Hrafn Tómasson úr PR í 3-1 í úrslitaleik gegn Kára Vagni Birkissyni úr PKK. Í 3.-4. sæti voru Marel Högni Jónsson úr PFH og Axel James Wright úr PG.

Unglingalandsliðsþjálfarar Íslands, þau Pétur Rúðrik Guðmundsson og Brynja Herborg voru að sjálfsögðu á staðnum og fylgdust grant með eins og ávallt. Stjórn ÍPS vill þakka styrktaraðila mótsins PingPong.is sérstaklega fyrir ómetanlegan stuðning.

4. og síðasta umferð DARTUNG fer fram laugardaginn 28. október. Skráning hefst ca 7-10 dögum fyrr.Ω

Myndir frá DARTUNG 3

Streymi frá DARTUNG 3

Helgi Pjetur

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 days ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 weeks ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 weeks ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 weeks ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 weeks ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 weeks ago