Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4. janúar. Einnig var spilað í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri og aðstöðu Pílufélags Dalvíkur á Dalvík síðastliðinn sunnudaginn 12. janúar.
Í Kristalsdeild var það Alexander Veigar Þorvaldsson frá Pílufélagi Grindavíkur sem sigraði Hörð Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur í úrslitaleiknum 6-3.
Í Gulldeild RVK var það Vitor Charrua frá Pílufélagi Hafnarfjarðar sem sigraði Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílukastfélagi Grindavíkur í úrslitaleiknum 6-5.
Í Gulldeild kvenna RVK var það Ingibjörg Magnúsdóttir frá Pílufélagi Hafnarfjarðar sem sigraði Söndru Dögg Guðlaugsdóttur frá Pílufélagi Grindavíkur í úrslitaleiknum 6-2.
Í Gulldeild NA var það Óskar Jónasson frá Píludeild Þórs sem sigraði Axel James Wright einnig úr Píludeild Þórs 6-4 í úrslitaleiknum.
Í Gulldeild kvenna NA var það Sunna Valdimarsdóttir frá Píludeild Þórs sem sigraði Kolbrúnu Einarsdóttur í úrslitaleiknum 6-3.
Hér fyrir neðan má síðan sjá úrslit allra deilda.
Floridana – RVK 1. umferð 2025.
Kristalsdeild – Alexander Veigar Þorvaldsson
Gulldeild – Vitor Charrua
Silfurdeild – Arnar Þór Viktorsson
Bronsdeild – Rúnar Ágústsson
Kopardeild – Lukasz Knapik
Járndeild – Helgi Logason
Blýdeild – Þórir Indriðason
Áldeild – Einar Gíslason
Sinkdeild – Guðni Þ. Guðjónsson
Stáldeild – Guðvarður Finnur Helgason
Trédeild – Fannar Freyr Einarsson
Floridana – NA deild 1. umferð 2025
Gulldeild – Óskar Jónasson
Gulldeild kvenna – Sunna Valdimarsdóttir
Silfurdeild – Valþór Atli
Bronsdeild – Jón Ólafsson
Kopardeild – Jón Sæmundsson
Járndeild – Friðjón Árni Sigurvinsson
Blýdeild – Viðar Helgason
Áldeild – Sebastian Spychala
Sinkdeild – Kristján Hauksson
Stjórn ÍPS óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Hér má síðan finna myndir af sigurvegurum mismunandi deilda.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…