ÍPS boðar til framhalds-aðalfundar þar sem ekki tókst að fylla í allar stöðu stjórnar skv 10.gr núgildandi lögum ÍPS. Auk þess láðist að ákvarða skoðunarmann reikninga á fyrri fund. Þar sem fundi var ekki slitið, heldur frestað, hafa nýju lög félagsins sem samþykkt voru á fyrri fund ekki tekið gildi en munu þau taka gildi að þessum fund loknum.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 20.ágúst kl 19:00 að Tangarhöfða 2 í húskynnum PFR.
Staða ritara losnar einnig í upphafi september þar sem hann flytur erlendis í byrjun október.
Því eru eftirfarandi stöður í stjórn ÍPS lausar:
Formaður.
Varaformaður.
Ritari.
Meðstjórnandi.
Umsókn í Stjórn ÍPS verða opnar til og með þar til fundi lýkur og skulu berast til dart@dart.is. Um bráðabirgðarstöður er að ræða þar til næsti Aðalfundur/Píluþing verður haldið.
Vegna seinagangs við bókun á Bullseye fyrir Ísl.mót félagsliða var Bullseye því miður orðið bókað á laugardeginum 30.ágúst og því sá stjórn sér ekki annað í stöðunni en að færa mótið í aðsetur PFR í þetta sinn. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta eru mikil vonbrigði fyrir alla þátttakendur og göngumst algerlega við þessu mistökum. Hinsvegar teljum við réttast að halda mótinu til streitu í stað þess að reyna finna nýja dagsetningu úr því sem komið er. Frestur til að skila inn liðskipan er 21.ágúst.
Við minnum á að skráningarfrestur fyrir Ísl.móti í krikket rennur út á hádegi föstudaginn 9.ágúst. Mótið fer fram núna um helgina 10-11.ágúst.
4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…
Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…
Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…
ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja…
U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…
Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…