Categories: Fréttir

Fyrsta píluþingi lokið – Ný stórn kosin

Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem píluþing var haldið samkvæmt nýju lögum ÍPS sem var samþykkt á framhaldsaðalfundi í ágúst 2024.

Þingið gekk vel fyrir sig og var gaman að upplifa jákvæðnina og áhugasama þingfulltrúa sem komu saman til að vinna að enn frekari eflingu pílukasts á Íslandi.

Það sem stóð upp úr við þingstörfin var að ný öflug stjórn var kosin og við óskum henni til hamingju og vitum að þau munu ásamt okkur öllum hinum vinna að heilum hug við að efla enn frekar pílukast á Íslandi í náinni framtíð.

Stjórnin kemur frá fjórum aðildarfélögum, tvö af höfuðborgarsvæðinu (PFR og PFH) og og tvö af landsbyggðinni (Pílukastfélag Skagafjarðar og Píludeild Skallagríms.)

Formaður – Hilmar Þór Hönnuson (Pílukastfélag Reykjavíkur)
Varaformaður – Sumarliði Árnason (Pílukastfélag Reykjavíkur)
Gjaldkeri – Viktoría Ósk Daðadóttir (Pílufélag Hafnarfjarðar)
Ritari – Guðmundur Gunnarsson (Pílufélag Hafnarfjarðar)
Meðstjórnandi – Gunnar Bragi Jónasson – (Píludeild Skallagríms)
Meðstjórnandi – Júlíus Helgi Bjarnason (Pílukastfélag Skagafjarðar)

Það kemur nánar um píluþingið og þær lagabreytingar sem voru gerðar á lögunum fljótlega hér inn.

Áfram píla – Sjáumst á línunni

ipsdart_is

Recent Posts

Landsliðsþjálfari U18 ráðin hjá ÍPS

ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og…

4 days ago

Píluþing ÍPS – 8. mars 2025

Sæl kæru félagsmenn/konur og annað píluáhugafólk. Næstkomandi laugardag 8. mars verður haldið Píluþing ÍPS í…

5 days ago

Floridana deildin 2025 – 2. og 3. umferð – Úrslit

Önnur og þriðja umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík, aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur og…

6 days ago

Íslandsmót 501 árið 2025. – Einmenningur og tvímenningur

Um Íslandsmótið 2025 Íslandsmót 501 í pílukasti verður haldið á Bullseye laugardaginn 15. mars (einmenningur)…

6 days ago

Uppfært 1.3.2025 – Floridana deildin NA – 3. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Búið er að uppfæra áætlaða deildarskiptingu. Það urðu smávæginlegar breytingar á henni. (Skjalið hér fyrir…

2 weeks ago

Uppfært 01.03.2025 – Floridana deildin RVK – 3. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Búið er að uppfæra áætlaða deildarskiptingu. Það urðu smávæginlegar breytingar á henni. (Skjalið hér fyrir…

2 weeks ago