Categories: Fréttir

Tvöfaldur sigur hjá Axel James á Færeyjar/Þórshöfn Open

Um helgina var haldið stórt WDF mót í Færeyjum, Færeyjar Open og Þórshöfn Open og voru fjölmargir íslendingar sem tóku sig til og ferðuðust til frændur okkar í Færeyjum og tóku þátt í þessum mótunum. Á föstudeginum var haldið tvímenningsmót þar sem íslenskir keppendur stóðu sig mjög vel. Brynja Herborg ásamt Milou Emriksdotter sigrðuðu kvennaflokkinn en Sara Birgisdóttir og Sara Heimisdóttir enduðu í 3-4 sæti. Í karlaflokki náðu Axel James Wright og Kristján Sigurðsson annarsvegar og Árni Ágúst Daníelsson og Karl Helgi Jónsson hinsvegar, 3-4 sæti.

Viljum við hjá ÍPS óska þessum aðilum til hamingju með flottan árangur í tvímenningum.

Axel James Wright var hinsvegar stjarna mótsins á laugardeginum og sunnudeginum því hann gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði Færeyjar Open og Þórshöfn Open í ungmennaflokki U18 og eru þetta fyrstu WDF titlar hans.

Þess má geta að á laugardeginum þá tapaði Axel ekki legg fyrr en í úrslitaleiknum í Færeyjar Open komst í gegnum það mót taplaus og hann tapaði eingöngu einum leik alla helgina í einmenningum.

Við hjá ÍPS óskum Axel James innilega til hamingju með árangurinn.

Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

1 day ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

2 days ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

2 days ago

Iceland Open 2025 – Saturday 26th of april

Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…

4 days ago

Fatareglur í ÍPS mótum/Players attire in ÍPS tournaments

Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…

6 days ago

Ný dagsetning á Dartung 2 – 3. Maí 2025

Vegna breyttra forsendra hefur Barna- og unglingaráð í samráði við stjórn ÍPS ákveðið að færa…

6 days ago