Um helgina var haldið stórt WDF mót í Færeyjum, Færeyjar Open og Þórshöfn Open og voru fjölmargir íslendingar sem tóku sig til og ferðuðust til frændur okkar í Færeyjum og tóku þátt í þessum mótunum. Á föstudeginum var haldið tvímenningsmót þar sem íslenskir keppendur stóðu sig mjög vel. Brynja Herborg ásamt Milou Emriksdotter sigrðuðu kvennaflokkinn en Sara Birgisdóttir og Sara Heimisdóttir enduðu í 3-4 sæti. Í karlaflokki náðu Axel James Wright og Kristján Sigurðsson annarsvegar og Árni Ágúst Daníelsson og Karl Helgi Jónsson hinsvegar, 3-4 sæti.
Viljum við hjá ÍPS óska þessum aðilum til hamingju með flottan árangur í tvímenningum.
Axel James Wright var hinsvegar stjarna mótsins á laugardeginum og sunnudeginum því hann gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði Færeyjar Open og Þórshöfn Open í ungmennaflokki U18 og eru þetta fyrstu WDF titlar hans.
Þess má geta að á laugardeginum þá tapaði Axel ekki legg fyrr en í úrslitaleiknum í Færeyjar Open komst í gegnum það mót taplaus og hann tapaði eingöngu einum leik alla helgina í einmenningum.
Við hjá ÍPS óskum Axel James innilega til hamingju með árangurinn.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…