Um helgina var haldið stórt WDF mót í Færeyjum, Færeyjar Open og Þórshöfn Open og voru fjölmargir íslendingar sem tóku sig til og ferðuðust til frændur okkar í Færeyjum og tóku þátt í þessum mótunum. Á föstudeginum var haldið tvímenningsmót þar sem íslenskir keppendur stóðu sig mjög vel. Brynja Herborg ásamt Milou Emriksdotter sigrðuðu kvennaflokkinn en Sara Birgisdóttir og Sara Heimisdóttir enduðu í 3-4 sæti. Í karlaflokki náðu Axel James Wright og Kristján Sigurðsson annarsvegar og Árni Ágúst Daníelsson og Karl Helgi Jónsson hinsvegar, 3-4 sæti.
Viljum við hjá ÍPS óska þessum aðilum til hamingju með flottan árangur í tvímenningum.
Axel James Wright var hinsvegar stjarna mótsins á laugardeginum og sunnudeginum því hann gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði Færeyjar Open og Þórshöfn Open í ungmennaflokki U18 og eru þetta fyrstu WDF titlar hans.
Þess má geta að á laugardeginum þá tapaði Axel ekki legg fyrr en í úrslitaleiknum í Færeyjar Open komst í gegnum það mót taplaus og hann tapaði eingöngu einum leik alla helgina í einmenningum.
Við hjá ÍPS óskum Axel James innilega til hamingju með árangurinn.
Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…
Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…
The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…
Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…
Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…
Vegna breyttra forsendra hefur Barna- og unglingaráð í samráði við stjórn ÍPS ákveðið að færa…