Fréttir

Grand Prix 2025 – Úrslit

Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39 keppendur mættu til leiks, 30 karlar og 9 konur. Fyrirkomulag mótsins var þannig að spilaður var 501, DIDO. Byrjað var í riðlum, átta 3-4 manna riðalar í karlaflott og tveir 4-5 manna riðla í kvennaflokki. Eftir riðlana var svo spilaður útsláttur þar til einn stóð eftir sem sigurvegari.

Það sem gerir þetta mót, Grand Prix, sérstakt og öðruvísi en öll önnur mót á Íslandi er að fyrir utan að það sé spilað DIDO þá er einnig spilað um sett í útslættinum. Í riðlunum voru leikirnir “first to 3” en í útslætti var spilað “first to 2 sets” þar sem þurfti að vinna tvo leggi til að vinna settin fram að undanúrslitum “first to 3 sets” og í úrslitunum “first to 4 sets”.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Í karlaflokki

1. sæti – Arngrímur Anton Ólafsson

2. sæti – Pétur Rúðrik Guðmundson

3-4. sæti – Karl Helgi Jónsson og Árni Ágúst Daníelsson

Í kvennaflokki:

1. sæti – Steinunn Dagný Ingvarsdóttir

2. sæti – Árdís Sif Guðjónsdóttir

3-4. sæti – Harpa Nóa og Ingibjörg Magnúsdóttir

Stjórn ÍPS óska Arngrími Anton og Steinunni Dagný innilega til hamingju með sigur á þessu móti.

Að lokum vill stjórn ÍPS þakka öllum þátttakendum fyrir komuna og við vonum að allir hafa átt góðar stundir á þessu skemmtilega móti.

Að auki viljum við stjórninni þakka sérstaklega öllum þeim sem komu að mótstjórn og veittu aðstoð við mótshald. Viljum við sérstaklega nefna Örnu Rut Gunnlaugsdóttur fyrir vinnu við uppsetningu mótsins og mótstjórn og PFR fyrir að veita okkur aðgengi að aðstöðu þeirra.

Arngrímur Anton Ólafsson – 1. sæti
Steinunn Dagný Ingvarsdóttir – 1. sæti
Pétur Rúðrik Guðmundsson – 2. sæti
Ásdís Sif Guðjónsdóttir – 2. sæti

Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 days ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 weeks ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 weeks ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 weeks ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 weeks ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 weeks ago