Íslandsmótið í Cricket tvímenning fór fram í Píluaðstöðu Þórs á Akureyri í dag. Í karlaflokki sigruðu þeir Haraldur Birgisson og Helgi Pjetur úr PFH. Í kvennaflokki sigruðu þær Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Kitta Einarsdóttir (PR).
Haraldur og Helgi sigruðu Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza úr Þór í úrslitaleik 6-0. Ingibjörg og Kitta sigruðu Brynju Herborgu og Söru Heimisdóttur úr PFH í úrslitaleik 6-3.
Í 3.-4. sæti í karlaflokki voru feðgarnir Þorvaldur Sæmundsson & Alexander Veigar úr PG og svo Hólmar Árnason og Arngrímur Anton úr PR. Í 3. – 4. sæti kvenna voru þær Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Dóra Óskarsdóttir úr Þór og svo Steinunn Dagný Ingvarsdóttir og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir.
Fleiri myndir og nánari umfjöllun væntanleg eftir einmenningsmótið á morgun.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…
Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…