PingPong.is hefur verið ötull bakhjarl barna- og unglingastarfs ÍPS allt frá árinu 2021 og eiga mikinn þátt í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í því starfi undanfarin ár. Það voru því mikil gleðitíðindi þegar fyrirtækið ákvað að framlengja samningi sínum til loka árs 2025. Barna- og unglingastarf ÍPS hefur vaxið mikið undanfarin ár, en sambandið mun bjóða uppá 4 mót í DARTUNG mótaröðinni á næsta ári ásamt því að landslið U18 mun taka þátt í Evrópumótinu í júlí sem haldið verður í Riga, Lettlandi.
PingPong.is sérhæfir sig í vörum fyrir pílukast og bíður uppá vörur frá þekktum merkjum eins og Bull´s, Shot, Unicorn og Scolia. Hægt er að skoða úrvalið á www.pingpong.is
Á myndinni má sjá eiganda PingPong.is, Sigurð Val Sverrisson, og Brynju Herborgu, landsliðsþjálfara U18 við undirritun samningsins.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…