Stærstu pílutengdu fréttir hingað til voru að berast í hús en rétt í þessu var PDC var að staðfesta að íslenskur keppandi muni koma til með að spila á Nordic Darts Masters 2022 en á því móti keppa 8 bestu pílukastarar heims á móti 8 keppendum frá Norðurlöndunum. Ekki er staðfest hver íslenski keppandinn mun verða en sá íslendingur sem er efstur á stigalista PDC Nordic&Baltic mótaraðarinnar þann 5. júní verður valinn til að taka þátt.
Eins og staðan er í dag er Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur efstur Íslendinga eftir 2 mót spiluð en hann er með 400 stig og situr í 7. sæti. Næstur á eftir honum kemur Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur sem situr í 24. sæti með 100 stig. Næstur á eftir Hallgrími er Pétur Rúðrik Guðmundsson en hann situr í 35. sæti með 50 stig.
2 mót eiga eftir að spilast en þau verða spiluð í Finnlandi helgina 4-5 júní næstkomandi. 50 stig eru gefin fyrir að að komast í 32 manna úrslit, 125 stig fyrir 16 manna, 200 stig fyrir að komast í fjórðungsúrslit, 300 stig fyrir að komast í undanúrslit, 600 stig fyrir að lenda í öðru sæti og sigurvegari hvers móts fær 1200 stig.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskt pílukast en íþróttin hefur verið í örum vexti undanfarin misseri og er ljóst að mikil eftirspurn verður eftir miðum á mótið sem haldið verður í Kaupmannahöfn og sýnt í beinni útsendingu á Viaplay.
Hægt er að lesa nánar í frétt frá PDC Nordic & Baltic: https://pdc-nordic.tv/iceland-to-be-represented-at-nordic-darts-masters/
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…
Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…