Categories: PDC Nordic & Baltic

ÍSLAND SPILAR Á NORDIC DARTS MASTERS 2022

Stærstu pílutengdu fréttir hingað til voru að berast í hús en rétt í þessu var PDC var að staðfesta að íslenskur keppandi muni koma til með að spila á Nordic Darts Masters 2022 en á því móti keppa 8 bestu pílukastarar heims á móti 8 keppendum frá Norðurlöndunum. Ekki er staðfest hver íslenski keppandinn mun verða en sá íslendingur sem er efstur á stigalista PDC Nordic&Baltic mótaraðarinnar þann 5. júní verður valinn til að taka þátt.

Eins og staðan er í dag er Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur efstur Íslendinga eftir 2 mót spiluð en hann er með 400 stig og situr í 7. sæti. Næstur á eftir honum kemur Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur sem situr í 24. sæti með 100 stig. Næstur á eftir Hallgrími er Pétur Rúðrik Guðmundsson en hann situr í 35. sæti með 50 stig.

2 mót eiga eftir að spilast en þau verða spiluð í Finnlandi helgina 4-5 júní næstkomandi. 50 stig eru gefin fyrir að að komast í 32 manna úrslit, 125 stig fyrir 16 manna, 200 stig fyrir að komast í fjórðungsúrslit, 300 stig fyrir að komast í undanúrslit, 600 stig fyrir að lenda í öðru sæti og sigurvegari hvers móts fær 1200 stig.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskt pílukast en íþróttin hefur verið í örum vexti undanfarin misseri og er ljóst að mikil eftirspurn verður eftir miðum á mótið sem haldið verður í Kaupmannahöfn og sýnt í beinni útsendingu á Viaplay.

Hægt er að lesa nánar í frétt frá PDC Nordic & Baltic: https://pdc-nordic.tv/iceland-to-be-represented-at-nordic-darts-masters/

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót ungmenna 2025 (501) – U23,U18, U14 – Síðasti séns að skrá sig

Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið á morgun og rennur fresturinn út til að…

9 hours ago

Íslandsmót ungmenna 2025 – Tilkynning – Villa við skráningu í U23 flokk

Villa fannst á skráningarforminu fyrir Íslandsmót ungmenna í flokki U23 bæði í karla og kvennaflokki…

2 days ago

Grand Prix 2025 – Úrslit

Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39…

4 days ago

Íslandsmót ungmenna Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Áminning

Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…

1 week ago

Grand Prix 2025 – Áminning/tilkynning

Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…

1 week ago

Val á U-18 ára landsliði Íslands

Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…

2 weeks ago