Categories: Fréttir

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.

Á laugardeginum fór fram keppni í tvímenning karla og kvenna og á sunnudeginum var einmenningur spilaður.

Í tvímenningi karla voru það Anton Ólafsson og Árni Ágúst Daníelsson úr PR sem urðu Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur í úrslitaleiknum á móti Birni Steinari Brynjólfssyni og Matthíasi Friðrikssyni.

Í kvennaflokki urðu þær Sandra Guðlaugsdóttir og Steinunn Ingvarsdóttir úr PG Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur á þeim Örnu Gunnlaugsdóttir og Brynju Herborg

Á sunnudeginum var einmenningur spilaður.

Í karlaflokki varð Vitor Charrua úr PH Íslandsmeistari eftir 6-3 sigur á Óskari Jónassyni en í kvennaflokki varð Ingibjörg Magnúsdóttir PH Íslandsmeistari eftir æsispennandi 6-1 sigur á Söndru Guðlaugsdóttir.

ÍPS óskar sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju og þakkar öllum sem stóðu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.

Rudrik

Recent Posts

Floridana deildin 2025 – 1. umferð – Úrslit

Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…

17 hours ago

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

6 days ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 weeks ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

2 weeks ago

Floridana 1. umferð 2025

Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…

2 weeks ago

Floridana kvennadeildir (RVK og NA-deild)

ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…

3 weeks ago