Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.
Á laugardeginum fór fram keppni í tvímenning karla og kvenna og á sunnudeginum var einmenningur spilaður.
Í tvímenningi karla voru það Anton Ólafsson og Árni Ágúst Daníelsson úr PR sem urðu Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur í úrslitaleiknum á móti Birni Steinari Brynjólfssyni og Matthíasi Friðrikssyni.
Í kvennaflokki urðu þær Sandra Guðlaugsdóttir og Steinunn Ingvarsdóttir úr PG Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur á þeim Örnu Gunnlaugsdóttir og Brynju Herborg
Á sunnudeginum var einmenningur spilaður.
Í karlaflokki varð Vitor Charrua úr PH Íslandsmeistari eftir 6-3 sigur á Óskari Jónassyni en í kvennaflokki varð Ingibjörg Magnúsdóttir PH Íslandsmeistari eftir æsispennandi 6-1 sigur á Söndru Guðlaugsdóttir.
ÍPS óskar sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju og þakkar öllum sem stóðu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…