Fréttir

Íslandsmót ungmenna 2025 – Tilkynning – Villa við skráningu í U23 flokk

Villa fannst á skráningarforminu fyrir Íslandsmót ungmenna í flokki U23 bæði í karla og kvennaflokki en þessi villa á að vera lagfærð núna. Villan lýsir sér þannig að keppendur sem skráðu sig í U23 flokk (fæðingarár 2002-2006) skráðust ekki í neinn flokk nema mögulega keppendur fædd 2006 en þau duttu inn í U18 flokkin. Þar sem engöngu tveir keppendur er á skráningalista ÍPS í þessum flokk þá er sterkur grunur um að skráning einstaklinga fædd 2002-2005 hafi hreinlega ekki skráðst inn á kerfið. Ég vil því biðja þau sem eru fædd á þessu tímabili, 2002-2006, og telja sig vera búið að skrá sig en eru ekki inn á skráningarlistanum að fara aftur í gengum skráningarferlið og skrá sig aftur inn á mótið. Þessir sömu einstaklingar meiga senda tölvupóst á dart@dart.is með upplýsingum um hvað hafi gerst ásamt nafni svo gjaldkeri ÍPS geti gengið í skugga um að ekki hafi verið tvírukkað fyrir skráninguna. Ef það hefur verið verið tvískráning verður mismunurinn að sjálfsögðu endurgreiddur.

Hér fyrir neðan eru tveir tenglar en í öðrum þeirra má nálgast skráningarlista mótsins þar sem allir skráðir keppendur eru raðaðir í rétta flokka en í hinum er tengill á skráningarsíðuna.

Stjórn ÍPS vill biðjast velvirðingar á þessum mistökum og vona að þau hafi ekki skapað mikil óþægindi fyrir ykkur.

Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 days ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 weeks ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 weeks ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 weeks ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 weeks ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 weeks ago