Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2023. Hægt er að sjá riðlaskiptingu hér að neðan. ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!
Yfirlitsmynd yfir staðsetningu riðla á Bullseye má sjá hér til hliðar.
Mótstaður opnar kl. 09:00 og byrjað verður að spila kl. 11:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:00
Áætlað er að riðlar í kvennaflokki og 4 manna riðlar í karlaflokki klárist um kl. 13:00 og að 5 manna riðlar klárist um kl. 14:30. Áætlað er að útsláttur hefjist um kl. 14:00 í kvennaflokki og á milli kl. 15:00 og 15:30 í karlaflokki.
Mótstjórn er í höndum Örnu Rutar Gunnlaugsdóttur ásamt Stjórnar ÍPS
Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu og Regluverk ÍPS um Íslandsmót. Frétt um fyrirkomulag styrkleikaröðun ofl má sjá hér
Stjórn ÍPS vill minna á skráningu á Íslandsmótið í Cricket sem verður haldið í aðstöðu…
Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…
Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…
Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…
Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…