Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í 501 tvímenning. Hægt er að sjá riðlaskiptingu hér að neðan.
ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!
Í ár eru 104 keppendur skráðir til leiks, 52 lið sem er talsvert betri þátttaka en í mótið í fyrra. Var því var ákveðið að færa mótið á Bullseye Reykjavík.
Mótstaður opnar kl. 09:00 á morgun, sunnudag og byrjað verður að spila kl. 11:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:15
Spilað er best af 5 í riðlakeppnum, best af 7 í útslætti fram að undanúrslitum þar sem spilað er besta af 9 og svo best af 11 í úrslitaleikjum.
4 lið fara upp úr hverjum riðli í 32 liða útsláttarkeppni í karlaflokki og 8 liða útsláttarkeppni í kvennaflokki.
Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…
Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…