Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í 501 tvímenning. Hægt er að sjá riðlaskiptingu hér að neðan.
ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!
Í ár eru 104 keppendur skráðir til leiks, 52 lið sem er talsvert betri þátttaka en í mótið í fyrra. Var því var ákveðið að færa mótið á Bullseye Reykjavík.
Mótstaður opnar kl. 09:00 á morgun, sunnudag og byrjað verður að spila kl. 11:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:15
Spilað er best af 5 í riðlakeppnum, best af 7 í útslætti fram að undanúrslitum þar sem spilað er besta af 9 og svo best af 11 í úrslitaleikjum.
4 lið fara upp úr hverjum riðli í 32 liða útsláttarkeppni í karlaflokki og 8 liða útsláttarkeppni í kvennaflokki.
Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu
Okkur í hefur borist ábendingu um að það gleymdist að setja inn upplýsingar varðandi hvenar…
Stjórn ÍPS hefur ákveðið að breyta tímasetningu á tvímenningum í íslandsmótinu í Cricket sökum fárra…
Stjórn ÍPS vill minna á skráningu á Íslandsmótið í Cricket sem verður haldið í aðstöðu…
Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…
Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…