Fréttir

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en náðst hefur samkomulagi við Stöð 2 Sport varðandi útsendingar í haust.

Í þetta sinn verða kvöldin sjö talsins í þráðbeinni öll laugardagskvöld frá 26.október til 7.desember. Opnunarkvöldið fer fram á Bullseye og amk eitt kvöld verður spilað úti á landi.

Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði frá því í fyrra og verða keppendur alls 16 í ár. Lögð verður áhersla á lengri leiki með rjómann af okkar allra bestu pílukösturum.

Í þetta skiptið verður ekki keppt í riðlum heldur verður keppendum skipt upp í 8 manna hópa sem raðað verður í eftir fjórum styrkleikaflokkum.

  • 1.styrkleikaflokkur: Efstu 4.sætin á Stigalista ÍPS að loknu Íslandsmóti
  • 2.styrkleikaflokkur: 5-8.sæti á Stigalista ÍPS að loknu Íslandsmóti.
  • 3.stykleikaflokkur: Sigurvegarar fjögurra undankeppna.
  • 4. styrkleikaflokkur: Fjögur Wild Card sæti.

Hóparnir skiptast síðan á að spila og mun hver keppandi spila 2 kvöld. Eftir fjögur kvöld verður keppendum fækkað um helming og munu efstu 8 keppendurnir spila næstu tvö kvöld og vinna sér inn stig til þess að tryggja sig inn á úrslitakvöldið, en 4 stigahæstu keppendurnir komast þangað. Úrslitakvöldið verður svo haldið þann 7.desember á Bullseye með alvöru Ally Pally stemmingu rétt eins og í fyrra.

Nánari upplýsingar má nálgast í PDF skjalinu neðst í fréttinni.

Undankeppnir

Fjórar undankeppnir verða haldnar fyrir Úrvalsdeildina og eru dagsetningar og staðsetningar eftirfarandi.

UK 1 – PFR 28.mai

UK 2 – Selfoss 8.júní

UK 3 – Akureyri 11.júní

UK 4 – Reykjanesbær 18.júní

Dagskrárbreytingar.

Þetta hefur einnig áhrif á dagatal ÍPS og höfum við ákveðið að lokaumferð Floridana deildarinnar verði 6. umferðin sem fram fer 10. nóvember þar sem lokaumferðin er áætluð daginn eftir úrslitakvöldið.

Íslandsmót Félagsliða verður fært til 7-8. september í stað nóvember eins og upprunalega var áætlað. Auk þess er búið að setja Íslandsmótið í Krikket á helgina 27-28. júlí og verður það spilað í aðstöðu PFR að Tangarhöfða í Reykjavík. Íslandsmótið í 301 er á sínum stað 19-20. október verður það haldið í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri.

Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 week ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 month ago

Sigurvegarar Íslandsmót Ungmenna 2024

Íslandsmeistarmót Ungmenna fór fram í dag, laugardaginn 11.maí, í aðstöðu PFR. Þrjátíu og þrír þátttakendur,…

2 months ago

Úrvalsdeild 2024 – 16 kastarar, 7 sæti ennþá í boði. Svona tryggir þú þér þátttökurétt

Úrvalsdeildin verður aftur á dagskrá í haust, en í þetta sinn keppa 16 pílukastarar í…

2 months ago