Fréttir

Karl Helgi kominn með farseðilinn í úrvalsdeildina

UK3 Hvammstangi fór fram laugardaginn 29. apríl hjá Pílufélagi Hvammstanga. 17 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það var enginn annar en Karl Helgi Jónsson (PFR) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK3, þriðju undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Karl Helgi sigraði Guðmund Friðbjörnsson í æsispennandi oddaleik 5-4.

Guðmundur Friðbjörnsson (Til vinstri) varð að játa sig sigraðan gegn Karli Helga Jónssyni (Til hægri) í æsispennandi úrslitaviðureign í UK3 Hvammstanga.

Karl Helgi er 20. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 12 síðustu sætin verða í boði í þremur undankeppnum, Íslandsmótum og ÍPS vali (Wildcard)

Næsta undankeppni fer fram á Bullseye Reykjavík þann 10. maí nk. Nánari upplýsingar og skráning í UK4 Bullseye má finna hér

Helgi Pjetur

Recent Posts

ÍPS óskar eftir umsóknum í nefndir

Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að…

2 days ago

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

6 days ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

2 weeks ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

4 weeks ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

4 weeks ago