Categories: Fréttir

Landsliðsþjálfari U18 ráðin hjá ÍPS

ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og hann er kallaður mun þjálfa bæði drengi og stúlkur hjá ÍPS.

Það hefur verið mikill uppgangur í unglingapílunni á Íslandi og félögin dugleg að bjóða upp á æfingar og keppnir fyrir U18. Það verður gaman að fylgjast með krökkunum sem munu æfa og keppa af krafti til að komast í unglingalandsliðið.

Næsta verkefni U18 er Eurocup 2025 í Hollandi í júlí. (16.-19. júlí). Þar verða valdir fjórir drengir og tvær stúlkur til að keppa fyrir Íslands hönd. Þannig að það er til mikils að vinna fyrir ungmennin okkar á Dartung um helgina sem verður haldið í Reykjanesbæ á sunnudaginn næstkomandi.

Við óskum Haraldi til hamingju með starfið og þökkum fyrrverandi þjálfurum þeim Pétri og Brynju fyrir samstarfið.

Áfram Ísland!!!

ipsdart_is

Recent Posts

UK4 – Reykjavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…

9 hours ago

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

1 week ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

2 weeks ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

2 weeks ago

UK2 – Akureyri – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…

3 weeks ago