Fjölmennasta Íslandsmót frá upphafi var spilað á Bullseye Reykjavík í gær sunnudag en yfir 130 manns tóku þátt. Spennustigið var hátt því þótt Íslandsmeistaratitlar væru í boði var einnig keppt um sæti í Úrvalsdeildinni í pílukasti sem byrjar í haust í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Í karlaflokki var það Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur sem varð Íslandsmeistari en þetta var hans fjórði Íslandsmeistaratitill á síðustu 5 árum. Hann sigraði Alexander Veigar Þorvaldsson, einnig úr Pílufélagi Grindavíkur, 7-5 í úrslitaleiknum. Í 3-4 sæti lentu þeir Haraldur Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson úr Pílufélagi Grindavíkur.
Í kvennaflokki var það Brynja Herborg úr Pílukastfélagi Reykjavíkur sem varð Íslandsmeistari en hún sigraði Kittu Einarsdóttur úr Pílufélagi Reykjanesbæjar 7-2 í úrslitaleiknum. Í 3-4 sæti lentu þau Sandra Dögg Guðlaugsdóttir úr Pílufélagi Grindavíkur og Árdís Sif Guðjónsdóttir einnig úr Pílufélagi Grindavíkur.
Hér má síðan sjá myndir af öllum sigurvegurum helgarinnar. Stjórn ÍPS óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar kærlega öllum sem tóku þátt og aðstoðuðu á einn eða annan hátt.
Næst á dagskrá er Íslandsmót ungmenna um næstu helgi en skráning er í fullum gangi á dart.is
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…
Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…
Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…