Það var heldur betur stór píluhelgi hjá ÍPS um liðna helgi en þá fóru fram 3. umferð NOVIS deildarinnar og 2. umferð DARTUNG unglingamótaraðar ÍPS. Úrslit og myndir frá DARTUNG eru væntanlegar síðar í vikunni inn á dart.is.
Það var að miklu að keppa í 3. umferðinni því 12 keppendur tryggðu sér sæti í Úrvaldsdeild Stöð 2 Sport í haust. Þau sem tryggðu sér sæti voru:
Áður höfðu Vitor Charrua (PFH), Alexander Veigar Þorvaldsson (PG) og Brynja Herborg (PFH) tryggt sér þátttökurétt. Eftir helgina er líka ljóst að eitt sæti bætist við ÍPS val (wildcard) þar sem landsliðsþjálfarar velja þátttakendur í Úrvalsdeildina. Nánar um Úrvalsdeildina hér.
Með því að smella á takkann hér að ofan má svo sjá nýjustu meðaltöl allra leikmanna í NOVIS deildinni en í 3. umferðinni tók í gildi fyrirkomulagsbreyting þar sem meðatal leikmanna lækkar um 5% í hverri umferð sem leikmaður sleppir í stað þess að fara alveg niður í 0 ef leikmaður sleppir tveimur umferðum í röð.
Það vantar því miður mynd af Stefáni Hrafni sem sigraði Járndeild NA ásamt Sigurði Pálssyni, en þeir tveir voru hnífjafnir í efstu tveimur sætunum. Stefán Hrafn fær verðlaunagripinn sinn afhendan við fyrsta tækifæri.
Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…
WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…
Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…
Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…
Hér má finna beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Píludeild Þórs en þar fer fram…