Stjórn ÍPS hefur ákveðið að gera fyrirkomulagsbreytingar á efstu deildum ÍPS deildarinnar og taka þær gildi strax í fyrstu umferð, 14. janúar. Einnig verður tekinn í notkun nýjir stigalistar ÍPS.
Nýtt fyrirkomulag efstu deilda í stuttu máli
Sett er í gang ný efsta deild sem ber heitið Kristalsdeildin. Bæði leikmenn í NA-deild og RVK geta tryggt sér sæti í Kristalsdeildinni. Í Kristalsdeild verða 12 leikmenn hverju sinni og er spilað í tveimur riðlum og svo með útsláttarfyrirkomulagi. Allar upplýsingar um breytinguna eru vel útskýrðar í meðfylgjandi PDF skjali.
Nýjir stigalistar teknir upp
Teknir verða í notkun stigalistar þar sem leikmenn safna sér stigum á stigalista með árangri sínum í öllum umferðum ÍPS deildarinnar. Íslandsmótið í 501 gefur einnig stig á stigalista. Stigalistarnir verða notaðir þegar dregið verður í Íslandsmót, RIG, Grand Prix og Úrvalsdeild ásamt öðrum mögulegum 501 mótum sem ÍPS kann að halda í framtíðinni. Stjórn hvetur aðildarfélög einnig til að nýta sér listann þegar dregið er í stór opin mót á vegum félaganna.
Athugasemdir vegna breytinganna má senda á dart@dart.is. Skráning í 1. umferð hefst núna um helgina – auglýst síðar.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…
Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…