Aðal

Nýtt fyrirkomulag efstu deilda ÍPS deildar og nýr stigalisti ÍPS tekinn upp

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að gera fyrirkomulagsbreytingar á efstu deildum ÍPS deildarinnar og taka þær gildi strax í fyrstu umferð, 14. janúar. Einnig verður tekinn í notkun nýjir stigalistar ÍPS.

Nýtt fyrirkomulag efstu deilda í stuttu máli

Sett er í gang ný efsta deild sem ber heitið Kristalsdeildin. Bæði leikmenn í NA-deild og RVK geta tryggt sér sæti í Kristalsdeildinni. Í Kristalsdeild verða 12 leikmenn hverju sinni og er spilað í tveimur riðlum og svo með útsláttarfyrirkomulagi. Allar upplýsingar um breytinguna eru vel útskýrðar í meðfylgjandi PDF skjali.

Nýjir stigalistar teknir upp

Teknir verða í notkun stigalistar þar sem leikmenn safna sér stigum á stigalista með árangri sínum í öllum umferðum ÍPS deildarinnar. Íslandsmótið í 501 gefur einnig stig á stigalista. Stigalistarnir verða notaðir þegar dregið verður í Íslandsmót, RIG, Grand Prix og Úrvalsdeild ásamt öðrum mögulegum 501 mótum sem ÍPS kann að halda í framtíðinni. Stjórn hvetur aðildarfélög einnig til að nýta sér listann þegar dregið er í stór opin mót á vegum félaganna.

Athugasemdir vegna breytinganna má senda á dart@dart.is. Skráning í 1. umferð hefst núna um helgina – auglýst síðar.

Helgi Pjetur

Recent Posts

Floridana deildin 2025 – 1. umferð – Úrslit

Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…

2 days ago

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

1 week ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 weeks ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

2 weeks ago

Floridana 1. umferð 2025

Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…

3 weeks ago

Floridana kvennadeildir (RVK og NA-deild)

ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…

3 weeks ago