Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar 2026 á Akureyri (nánari staðsetning auglýst síðar).
Boðað er til þingsins í samræmi við lög ÍPS, með a.m.k. sex vikna fyrirvara, og mun boðun birtast bæði á heimasíðu sambandsins og helstu samfélagsmiðlum.
Búið er að senda fundarboð til stjórna allra aðildarfélaga ÍPS.
Afgreiðsla mála og tillögur að lagabreytingum
Aðildarfélög eru hvött til að senda inn málefni og tillögur sem þau óska að verði teknar fyrir á þinginu.
Slíkar tillögur skulu berast stjórn ÍPS í síðasta lagi fjórum vikum fyrir þing, eða Laugardaginn 13. desember 2025.
Stjórn ÍPS mun senda aðildarfélögum dagskrá þingsins, ásamt þeim málum og lagabreytingatillögum sem borist hafa, í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fund, eða Laugardaginn 27. desember 2025.
Lögmæti þingsins
Píluþing ÍPS telst lögmætt ef löglega hefur verið til þess boðað, í samræmi við ákvæði laga sambandsins.
Réttur til þingsetu
Fulltrúar aðildarfélaga hafa rétt til þingsetu en miðað er við fjölda skráðra og greiddra félagsmanna (gestaaðild undanskilin) sem hafa verið skráðir hjá ÍPS, viljum við því minna á að klára að skrá og greiða félagsmenn sína svo rétt verði talið til fulltrúa fyrir þingsetu píluþingsins.
Fyrirspurnir
Ef upp koma spurningar er aðildarfélögum velkomið að hafa samband við stjórn ÍPS á netfangið:
dart@dart.is
Píluþing fer með æðsta vald í málefnum ÍPS. Þingið sitja fulltrúar frá þeim félögum sem aðild eiga að ÍPS.
Fulltrúafjöldi hvers félags fer eftir fjölda greiddra meðlima, gesta aðild undanskilin, aðildarfélags síðasta ársfjórðungs sem hér segir:
1 til og með 25: Einn fulltrúi
26 til og með 50: Tveir fulltrúar
51 til og með 100: Þrír fulltrúar
101 og fleiri: Fjórir fulltrúar
Þingið skal árlega haldið fyrir 15.mars ár hvert. Píluþing skal boða skriflega með minnst 6 vikna fyrirvara með því að auglýsa á heimasíðu ÍPS og samfélagsmiðlum.
Málefni ásamt tillögum til lagabreytinga sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn ÍPS minnst 4 vikum fyrir þingið. Þá skal stjórn ÍPS tilkynna sambandsaðilum dagskrá fundarins, ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa, í síðasta lagi 2 vikum fyrir fund. Píluþing er lögmætt ef löglega hefur verið til þess boðað.
Á Píluþingi hafa fulltrúar einir atkvæðisrétt. Auk þeirra eiga rétt á sæti og hafa þar málfrelsi og tillögurétt:
a. Stjórn ÍPS
b. Fastráðnir starfsmenn ÍPS
c. Formenn nefnda
d. Íþróttafulltrúi ríkisins
Auk þess getur stjórn ÍPS boðið öðrum aðilum á fundinn ef hún telur ástæðu til.
Aðeins sá sem er í félagi sem iðkar Pílukast innan aðildarfélaga ÍPS er kjörgengur fulltrúi þess á Píluþingi. Hver fulltrúi hefur aðeins eitt atkvæði.
Þegar langt eða dýrt er að sækja þingið eða annar fulltrúi veikist eða forfallast á síðustu stundu frá að sækja fundinn, geta fundarmeðlimir heimilað að fulltrúi fari með fleiri en eitt atkvæði, en aðeins með atkvæði þess aðila – aðildarfélags – sem hann er fulltrúi fyrir. Þó gildir þessi undanþága ekki um fulltrúa þeirra aðila sem eiga heima þar sem fundurinn er haldinn. Umboðið, sem jafnframt er beiðni til fundar um að fulltrúi megi fara með fleiri en eitt atkvæði, verður að vera skriflegt og vera frá stjórn hlutaðeigandi sambandsaðila. Enginn fulltrúi getur farið með fleiri en tvö atkvæði.
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…
Búið er að raða í riðla fyrir Floridana 6. umferð sem verður haldin á Bullseye,…