Fréttir

Páll Árni og Anton tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni

UK2 Grindavík fór fram á Sumardaginn fyrsta, 20. apríl í hjá Pílufélagi Grindavíkur. 42 pílukastarar kepptu um 2 laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það voru þeir Páll Árni Pétursson (PG) og Arngrímur Anton (PR) sem tryggðu sér farseðilinn í Úrvalsdeildina í UK2, annarri undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Páll Árni og Arngrímur mættust síðan í úrslitaleik þar sem Páll Árni hafði á endanum betur.

Næsta undankeppni verður í haldin á Hvammstanga þann 29. apríl nk. Nánari upplýsingar og skráning í UK3 Hvammstangi hér.

Helgi Pjetur

Recent Posts

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

1 day ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 month ago

Ísl.mót Félagsliða – Dagskrá og Riðlaskipan.

Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…

3 months ago

Fréttatilkynning: Framhalds-aðalfundur o.fl.

ÍPS boðar til framhalds-aðalfundar þar sem ekki tókst að fylla í allar stöðu stjórnar skv…

4 months ago

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja…

4 months ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

5 months ago