Íslandsmót öldunga

Hrefna og Pétur Rúðrik eru Íslandmeistarar Öldunga 2024

Það var létt og góð stemming í Pílufélgi Reykjavíkur þegar fram fór Íslandsmeistarmót Öldunga.

37 keppendur voru skráðir til leiks, fjórar konur og 33 karlar.

Mótið hófst stundvíslega kl 13:00 en boðið var upp á kjötsúpu og brauð fyrir þátttakendur áður en mót hófst og fær Björgvin Sigurðsson sérstakar þakkir fyrir.

Pétur spilaði af öryggi allt mótið, sigraði sinn riðil og sló svo Ívar Jónsson út 4-1 í 16-manna úrslitum. Í 8-manna var það gamla brýnið Þorgeir Guðmundsson sem hafði slegið út Kristján Sigurðsson í oddlegg 4-3. Það er skemmst frá því að segja Pétur lék Þorgeir grátt og vann örugglega 4-0 og sigraði einnig undanúrslita leikinn 4-1 gegn Elmari Viðarssyni.

Í úrslitaleiknum mætti Pétur Halla Egils, sem hafði lagt Barða Halldórs og Bjarka Björgúlfs að velli, og úr varð hörku úrslitaleikur. Pétur byrjaði á því að komst í 3-0 áður Halli beit frá sér og tók næstu tvo leggi 3-2. Pétur jók bilið í 4-2 en Halli er ekki þekktur fyrir að gefast upp og tók aftur tvo leggi í röð. Staðan því orðin 4-4 og þurfti oddalegg til þess að skera úr um úrslit. Halli hóf oddalegginn en 17pílna leggur frá Pétri tryggði honum sigur. Skoða má úrslitaleikinn nánar HÉR. Í þriðja sæti urðu Bjarki Björgúlfsson og Elmar Viðarsson.

Það var norðlenskur slagur í úrslitaleiknum kvennamegin en til úrslita léku Hrefna Sævardóttir og Guðrún Þórðardóttir. Guðrún sigraði fyrsta legginn en þá sagði Hrefna hingað og ekki lengra og tók næstu fimm leggi í röð. Skoða má úrslitaleikinn nánar HÉR. Saman í þriðja sæti enduðu svo Sísí, Sigrún Ingólfsdóttir og Sólveig Daníelsdóttir.

Sigurvegari karla Pétur Rúðrik Guðmundsson
Sigurvegari kvenna Hrefna Sævardóttir
2.sæti – Guðrún Þórðardóttir
2.sæti – Halli Egils
3.sæti Bjarki Björgúlfsson (t.v) og Elmar Viðarsson (t.h)
3.sæti – Sigrún Ingólfsdóttir
3.sæti – Sólveig Daníelsdóttir
Elmar Viðarsson
Bjarki Björgúlfsson
Sísí, Hrefna og Guðrún.
Halli og Pétur
Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

Íslandsmót 501 tvímenningur – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…

2 days ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

2 weeks ago

Ísl.mót Félagsliða – Dagskrá og Riðlaskipan.

Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…

2 months ago

Fréttatilkynning: Framhalds-aðalfundur o.fl.

ÍPS boðar til framhalds-aðalfundar þar sem ekki tókst að fylla í allar stöðu stjórnar skv…

3 months ago

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja…

4 months ago