Búið er að draga í riðla fyrir Grand Prix 2023 sem fer fram á sunnudaginn nk. á Bullseye. Við minnum á að leikir í öllum riðlum hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðlakeppninnar.
Efstu leikmenn í karla-riðlunum (8) var raðað eftir síðasta meðaltali sínu í NOVIS deildinni. 4 efstu í hverjum riðli fara áfram í 32 manna úrslit í karlaflokki. 4 efstu í kvennariðli fara áfram í undanúrslit.
Í riðlum, bæði karla og kvenna er spilað hefðbundið, best af 5 leggjum. Í útslætti er spilað svokallað set-play. Frá 32 manna til og með 8 manna úrslitum er spilað best af 3 settum. Í undanúrslitum er spilað best af 5 settum og í úrslitaleik best af 7 settum. Hvert sett í útslætti er best af 3 leggjum.
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar er…
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…