Fréttir

Riðlar í Grand Prix 2023

Búið er að draga í riðla fyrir Grand Prix 2023 sem fer fram á sunnudaginn nk. á Bullseye. Við minnum á að leikir í öllum riðlum hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðlakeppninnar.

Efstu leikmenn í karla-riðlunum (8) var raðað eftir síðasta meðaltali sínu í NOVIS deildinni. 4 efstu í hverjum riðli fara áfram í 32 manna úrslit í karlaflokki. 4 efstu í kvennariðli fara áfram í undanúrslit.

Í riðlum, bæði karla og kvenna er spilað hefðbundið, best af 5 leggjum. Í útslætti er spilað svokallað set-play. Frá 32 manna til og með 8 manna úrslitum er spilað best af 3 settum. Í undanúrslitum er spilað best af 5 settum og í úrslitaleik best af 7 settum. Hvert sett í útslætti er best af 3 leggjum.

Helgi Pjetur

Recent Posts

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

7 days ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

2 weeks ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

2 weeks ago

UK2 – Akureyri – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…

3 weeks ago

UK2 – Bein útsending

Hér má finna beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Píludeild Þórs en þar fer fram…

4 weeks ago