Íslandsmót

Cricket ’23 – Riðlar og fyrirkomulag

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Cricket 2023, bæði í tvímenning og einmenning. Hægt er að sjá riðlaskiptingu hér að neðan.
ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!

Í ár eru fleiri keppendur skráðir en í fyrra þegar mótið fór fram í höfuðborginni. Auk þess eru 5 leikmenn sem kepptu í fyrra að keppa í Finnlandi á sama tíma.

55 keppendur eru skráðir til leiks í einmenning en voru 49 í fyrra. 23 lið eru skráð til leiks í tvímenning en voru aðeins 18 í fyrra.

Mótstaður opnar kl. 09:00 báða dagana og byrjað verður að spila kl. 10:30. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 30 mín fyrir upphaf riðils eða fyrir kl. 10:00

Spilað er best af 5 í riðlakeppnum, best af 7 í útslætti fram að undanúrslitum þar sem spilað er besta af 9 og svo best af 11 í úrslitaleikjum.

Í tvímenning fara 4 lið upp úr hverjum riðli í 16 liða útsláttarkeppni. Í einmenning fara 4 leikmenn upp úr hverjum riðli í 32 manna útsláttarkeppni.

Aðstaða Píludeildar Þórs er í Laugargötu við hlið Sundlaugar Akureyrar. Sjá kort.

Mótstjórn er í höndum Píludeildar Þórs ásamt Stjórn ÍPS til aðstoðar

Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu

Helgi Pjetur

Recent Posts

Floridana deildin RVK – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 weeks ago

Floridana deildin NA – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting – Uppfært 23:25 – 7.feb.

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 weeks ago

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 weeks ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

4 weeks ago

RIG – Úrslit

Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…

4 weeks ago