U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi, að fara keppa á WDF Europe Cup Youth sem fram fer dagana 10-13.júlí.
Fjórir drengir, Axel James Wright, Kári Vagn Birkisson, Jóhann Fróði Ásgeirsson og Viktor Kári Valdirmarsson, og tvær stúlkur Nadía Ósk Jónsdóttir og Aþena Ósk Óskarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands. Með í för eru Pétur Rúðrik Guðmundsson og Brynja Herborg þjálfarar U18.
Keppt er í bæði einmenning og tvímenning og spila Axel og Kári Vagn saman og svo Jóhann Fróði og Viktor Kári saman í liði.
Hægt er að fylgjast með myndum og stories á https://www.instagram.com/ips_u18_2024 sem frá ferðinni og framvindu leikja á https://tv.dartconnect.com/event/eurocupyouth24 eftirfarandi hlekkjum. Einnig verður Lettneska Pílukastsambandið með streymi frá mótinu en það má finna hér: https://www.youtube.com/c/LatviaDartsOrganisation
Þetta eru krakkar sem hafa lagt sig mikið fram í pílunni og óskar ÍPS þeim góðs gengis og góðrar ferðar.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…
Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…