U18

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi, að fara keppa á WDF Europe Cup Youth sem fram fer dagana 10-13.júlí.

Fjórir drengir, Axel James Wright, Kári Vagn Birkisson, Jóhann Fróði Ásgeirsson og Viktor Kári Valdirmarsson, og tvær stúlkur Nadía Ósk Jónsdóttir og Aþena Ósk Óskarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands. Með í för eru Pétur Rúðrik Guðmundsson og Brynja Herborg þjálfarar U18.

Keppt er í bæði einmenning og tvímenning og spila Axel og Kári Vagn saman og svo Jóhann Fróði og Viktor Kári saman í liði.

Hægt er að fylgjast með myndum og stories á https://www.instagram.com/ips_u18_2024 sem frá ferðinni og framvindu leikja á https://tv.dartconnect.com/event/eurocupyouth24 eftirfarandi hlekkjum. Einnig verður Lettneska Pílukastsambandið með streymi frá mótinu en það má finna hér: https://www.youtube.com/c/LatviaDartsOrganisation

Þetta eru krakkar sem hafa lagt sig mikið fram í pílunni og óskar ÍPS þeim góðs gengis og góðrar ferðar.

Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

1 day ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 month ago

Ísl.mót Félagsliða – Dagskrá og Riðlaskipan.

Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…

3 months ago

Fréttatilkynning: Framhalds-aðalfundur o.fl.

ÍPS boðar til framhalds-aðalfundar þar sem ekki tókst að fylla í allar stöðu stjórnar skv…

4 months ago

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja…

4 months ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

6 months ago