U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi, að fara keppa á WDF Europe Cup Youth sem fram fer dagana 10-13.júlí.
Fjórir drengir, Axel James Wright, Kári Vagn Birkisson, Jóhann Fróði Ásgeirsson og Viktor Kári Valdirmarsson, og tvær stúlkur Nadía Ósk Jónsdóttir og Aþena Ósk Óskarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands. Með í för eru Pétur Rúðrik Guðmundsson og Brynja Herborg þjálfarar U18.
Keppt er í bæði einmenning og tvímenning og spila Axel og Kári Vagn saman og svo Jóhann Fróði og Viktor Kári saman í liði.
Hægt er að fylgjast með myndum og stories á https://www.instagram.com/ips_u18_2024 sem frá ferðinni og framvindu leikja á https://tv.dartconnect.com/event/eurocupyouth24 eftirfarandi hlekkjum. Einnig verður Lettneska Pílukastsambandið með streymi frá mótinu en það má finna hér: https://www.youtube.com/c/LatviaDartsOrganisation
Þetta eru krakkar sem hafa lagt sig mikið fram í pílunni og óskar ÍPS þeim góðs gengis og góðrar ferðar.
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…
Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…