Fréttir

U18 ára landsliðið karla æfir á Akureyri

Í dag fór fram landsliðsæfing hjá U18 ára afrekshópi ÍPS í píluaðstöðu Þórs á Akureyri. 8 drengir voru mættir á æfingu hjá Pétri Rúðrik Guðmundssyni, landsliðsþjálfara karla U18 ára.  

Framundan hjá U18 landsliðinu er Evrópumótið í Pílukasti sem verður haldið í Austurríki dagana 5. – 8. júlí nk.

Þar að auki voru þau Pétur Rúðrik og Brynja Herborg með námskeið fyrir áhugasama krakka á aldrinum 10-18 ára sem komu og kynntu sér pílukast undir leiðsögn landsliðsþjálfara.  Alls mættu yfir 50 krakkar á námskeiðin og því ljóst að áhuginn á pílukasti á norðurlandi hefur aldrei verið meiri en nú.

Grillvagn frá DJ grill á Akureyri var á staðnum og bauð upp á hamborgaraveislu fyrir alla.  Píludeild Þór hélt svo lauflétt skemmtimót fyrir krakkana þar sem veglegir vinningar voru í boði.

Myndir af verðlaunahöfum:

Haukur Hrafn 1. sæti U14
Kári Vagn 2. sæti U14
Birgitta 3. sæti U14
Gunnar 1. sæti U18
Hugi 2. sæti U18
Henrik Hugi 3. sæti U18

Fleiri myndir frá deginum:

Frá landsliðsæfingu um morguninn
Helgi Pjetur

Recent Posts

Fyrsta píluþingi lokið – Ný stórn kosin

Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…

2 days ago

Landsliðsþjálfari U18 ráðin hjá ÍPS

ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og…

4 days ago

Píluþing ÍPS – 8. mars 2025

Sæl kæru félagsmenn/konur og annað píluáhugafólk. Næstkomandi laugardag 8. mars verður haldið Píluþing ÍPS í…

5 days ago

Floridana deildin 2025 – 2. og 3. umferð – Úrslit

Önnur og þriðja umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík, aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur og…

5 days ago

Íslandsmót 501 árið 2025. – Einmenningur og tvímenningur

Um Íslandsmótið 2025 Íslandsmót 501 í pílukasti verður haldið á Bullseye laugardaginn 15. mars (einmenningur)…

6 days ago

Uppfært 1.3.2025 – Floridana deildin NA – 3. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Búið er að uppfæra áætlaða deildarskiptingu. Það urðu smávæginlegar breytingar á henni. (Skjalið hér fyrir…

2 weeks ago