Fréttir

U18 ára landsliðið karla æfir á Akureyri

Í dag fór fram landsliðsæfing hjá U18 ára afrekshópi ÍPS í píluaðstöðu Þórs á Akureyri. 8 drengir voru mættir á æfingu hjá Pétri Rúðrik Guðmundssyni, landsliðsþjálfara karla U18 ára.  

Framundan hjá U18 landsliðinu er Evrópumótið í Pílukasti sem verður haldið í Austurríki dagana 5. – 8. júlí nk.

Þar að auki voru þau Pétur Rúðrik og Brynja Herborg með námskeið fyrir áhugasama krakka á aldrinum 10-18 ára sem komu og kynntu sér pílukast undir leiðsögn landsliðsþjálfara.  Alls mættu yfir 50 krakkar á námskeiðin og því ljóst að áhuginn á pílukasti á norðurlandi hefur aldrei verið meiri en nú.

Grillvagn frá DJ grill á Akureyri var á staðnum og bauð upp á hamborgaraveislu fyrir alla.  Píludeild Þór hélt svo lauflétt skemmtimót fyrir krakkana þar sem veglegir vinningar voru í boði.

Myndir af verðlaunahöfum:

Fleiri myndir frá deginum:

Helgi Pjetur

Recent Posts

Tvöfaldur sigur hjá Axel James á Færeyjar/Þórshöfn Open

Um helgina var haldið stórt WDF mót í Færeyjum, Færeyjar Open og Þórshöfn Open og…

1 week ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í nefndir

Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að…

2 weeks ago

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

3 weeks ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

4 weeks ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

1 month ago