Aðal

U18 landsliðið valið

U18 ára landsliðsþjálfarar Íslands hafa valið þá 6 pílukastara sem munu keppa fyrir hönd Íslands á WDF Europe Cup Youth 2023 í Austurríki 5. – 8. júlí nk. Fjórir drengir keppa fyrir hönd Íslands og tvær stúlkur.

Brynja Herborg landsliðsþjálfari U18 kvenna valdi þær Emilíu Rós Hafdal Kristinsdóttur (PFH) og Birnu Rós Daníelsdóttur (PR).

Drengirnir fjórir sem Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari U18 karla, valdi eru þeir Gunnar Guðmundsson (PS), Tristan Ylur Guðjónsson (Þór), Snæbjörn Þorbjörnsson (Þór) og Axel James Wright (PG)

Ég stóð frammi fyrir lúxusvandamáli sem ég hef sjaldan þurft að glíma við, en það er að margir gerðu tilkall til landsliðsins og var valið því mjög erfitt. Ég er gríðalega stoltur og ánægður með allan afrekshópinn hjá strákunum, þeir eru allir góðir í pílukasti og ef þeir æfa sig vel áfram þá er enginn vafi í mínum huga að þeir muni allir standa sig vel í íþróttinni

Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari U18 karla

ÍPS óskar þessum efnilegu pílukösturum góðs gengis í sumar og við munum að sjálfsögðu flytja fréttir af þeim og deila skemmtilegu efni á samfélagsmiðlum. ÁFRAM ÍSLAND!

Helgi Pjetur

Recent Posts

Fatareglur í ÍPS mótum/Players attire in ÍPS tournaments

Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…

2 days ago

Ný dagsetning á Dartung 2 – 3. Maí 2025

Vegna breyttra forsendra hefur Barna- og unglingaráð í samráði við stjórn ÍPS ákveðið að færa…

2 days ago

Tvöfaldur sigur hjá Axel James á Færeyjar/Þórshöfn Open

Um helgina var haldið stórt WDF mót í Færeyjum, Færeyjar Open og Þórshöfn Open og…

2 weeks ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í nefndir

Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að…

3 weeks ago

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

3 weeks ago