Aðal

U18 landsliðið valið

U18 ára landsliðsþjálfarar Íslands hafa valið þá 6 pílukastara sem munu keppa fyrir hönd Íslands á WDF Europe Cup Youth 2023 í Austurríki 5. – 8. júlí nk. Fjórir drengir keppa fyrir hönd Íslands og tvær stúlkur.

Brynja Herborg landsliðsþjálfari U18 kvenna valdi þær Emilíu Rós Hafdal Kristinsdóttur (PFH) og Birnu Rós Daníelsdóttur (PR).

Drengirnir fjórir sem Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari U18 karla, valdi eru þeir Gunnar Guðmundsson (PS), Tristan Ylur Guðjónsson (Þór), Snæbjörn Þorbjörnsson (Þór) og Axel James Wright (PG)

Ég stóð frammi fyrir lúxusvandamáli sem ég hef sjaldan þurft að glíma við, en það er að margir gerðu tilkall til landsliðsins og var valið því mjög erfitt. Ég er gríðalega stoltur og ánægður með allan afrekshópinn hjá strákunum, þeir eru allir góðir í pílukasti og ef þeir æfa sig vel áfram þá er enginn vafi í mínum huga að þeir muni allir standa sig vel í íþróttinni

Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari U18 karla

ÍPS óskar þessum efnilegu pílukösturum góðs gengis í sumar og við munum að sjálfsögðu flytja fréttir af þeim og deila skemmtilegu efni á samfélagsmiðlum. ÁFRAM ÍSLAND!

Helgi Pjetur

Recent Posts

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

1 day ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 month ago

Ísl.mót Félagsliða – Dagskrá og Riðlaskipan.

Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…

3 months ago

Fréttatilkynning: Framhalds-aðalfundur o.fl.

ÍPS boðar til framhalds-aðalfundar þar sem ekki tókst að fylla í allar stöðu stjórnar skv…

4 months ago

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja…

4 months ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

5 months ago