Fréttir

UK2 – Akureyri – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu til leiks en í húfi var keppnisréttur í úrvalsdeildinni en sigurvegari mótsins fær sæti í því móti.

Byrjað var að spila í fjórum 5-6 manna riðlum og komust fjórir efstu í hverjum riðli áfram. Eftir riðlakeppnina var farið í útsláttarkeppni en 32 manns komust áfram í útsláttin og var spilað þar til eingöngu tveir voru eftir.

Leikmennirnir sem mættust í úrslitunum voru Ingi Þór Hafdísarson (Snóker&Pool) og Karl Helgi Jónsson (PFR) en Karl Helgi komst einnig í úrslitaleikinn í UK1 í Grindavík. Enduðu leikar þannig að Karl Helgi sigraði Inga Þór 5-2. Báðir leikmenn voru að spila vel í úrslitunum og voru flestir leggirnir mjög spennandi en Karl Helgi átti sterka byrjun á leiknum sem skóp þennan sigur. Hann komst í 3-0 þar sem Karl var að klára vel. Í 4 legg náði Ingi loksins legg af Kalla en Kalli svaraði strax í 5 legg og kom sér í mjög góða 4-1 stöðu og þurfti eingöngu einn legg í viðbót til að vinna. Ingi náði svo einum legg af Kalla í 6 legg en Karl Helgi tryggði sigurinn í legg 7 með besta legg leiksins sem hann kláraði í 20 pílum.

Viljum við í stjórn ÍPS óska Karl Helga innilega til hamingju með sigurinn og sætið sitt í úrvalsdeildinni og viljum minna á næstu undankeppni sem verður haldin í Reykjanesbæ næsta sunnudag (29. júní) en opið er fyrir skráningu á heimasíðu ÍPS.

Leikmenn komnir með keppnisrétt.

Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Íslandsmótið í Cricket 2025 – Úrslit

Íslandsmótið í Cricket var spilað nú um helgina í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2…

20 hours ago

Íslandsmótið í Cricket – Lokun á skráningu

Okkur í hefur borist ábendingu um að það gleymdist að setja inn upplýsingar varðandi hvenar…

5 days ago

Íslandsmót í Cricket – tvímenningur – Ný tímasetning

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að breyta tímasetningu á tvímenningum í íslandsmótinu í Cricket sökum fárra…

5 days ago

Áminning vegna skráningar á Íslm. í Cricket

Stjórn ÍPS vill minna á skráningu á Íslandsmótið í Cricket sem verður haldið í aðstöðu…

1 week ago

Ný regla varðandi skráningu á mót ÍPS

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…

2 weeks ago