Fréttir

UK1 – Grindavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Fyrr í dag, 14.júni, var haldin fyrsta undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Grindavík. 23 leikmenn mættu til leiks en í húfi var keppnisréttur í úrvalsdeildinni en sigurvegari mótsins fær sæti í því móti.

Byrjað var að spila í fjórum 5-6 manna riðlum og komust fjórir efstu í hverjum riðli áfram. Eftir riðlakeppnina var farið í útsláttarkeppni en 16 manns komust áfram í útsláttin og var spilað þar til eingöngu tveir voru eftir.

Leikmennirnir sem mættust í úrslitunum voru Gunnar Hafsteinn Ólafsson (Gunni Hó) PFA og Karl Helgi Jónsson PFR. Enduðu leikar þannig að Gunni Hó sigraði Karl Helga 5-0. Úrslitaleikurinn var mjög jafn þrátt fyrir úrslitin en Karl Helgi var að fara illa með útskotstilrauninar sínar á meðan Gunni nýtti sín tækifæri mjög vel.

Viljum við í stjórn ÍPS óska Gunna Hó innilega til hamingju með sigurinn og sætið sitt í úrvalsdeildinni og viljum minna á næstu undankeppni sem verður haldin á Akureyri næsta fimmtudag (19. júní) en opið er fyrir skráningu á heimasíðu ÍPS.

Leikmenn komnir með keppnisrétt.

Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 days ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 weeks ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 weeks ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 weeks ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 weeks ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 weeks ago