Fyrr í dag, 14.júni, var haldin fyrsta undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Grindavík. 23 leikmenn mættu til leiks en í húfi var keppnisréttur í úrvalsdeildinni en sigurvegari mótsins fær sæti í því móti.
Byrjað var að spila í fjórum 5-6 manna riðlum og komust fjórir efstu í hverjum riðli áfram. Eftir riðlakeppnina var farið í útsláttarkeppni en 16 manns komust áfram í útsláttin og var spilað þar til eingöngu tveir voru eftir.
Leikmennirnir sem mættust í úrslitunum voru Gunnar Hafsteinn Ólafsson (Gunni Hó) PFA og Karl Helgi Jónsson PFR. Enduðu leikar þannig að Gunni Hó sigraði Karl Helga 5-0. Úrslitaleikurinn var mjög jafn þrátt fyrir úrslitin en Karl Helgi var að fara illa með útskotstilrauninar sínar á meðan Gunni nýtti sín tækifæri mjög vel.
Viljum við í stjórn ÍPS óska Gunna Hó innilega til hamingju með sigurinn og sætið sitt í úrvalsdeildinni og viljum minna á næstu undankeppni sem verður haldin á Akureyri næsta fimmtudag (19. júní) en opið er fyrir skráningu á heimasíðu ÍPS.
Leikmenn komnir með keppnisrétt.
Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…
Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…
Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…
Kæru félagsmenn. Hér má fylgjast með streymi af Píluþingi ÍPS fyrir árið 2026.Fulltrúar aðildarfélaga munu…