Fréttir

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október – 1. nóvember. ÍPS hefur verið úthlutað 32 boðsmiða í eftirfarandi flokkum.

  • Karlar – 8 sæti
  • Konur – 8 sæti
  • Drengir (U18) – 8 sæti
  • Stúlkur (U18) – 8 sæti

Meðlimir ÍPS er velkomið að sækja um þessa boðsmiða á eftirfarandi slóð:

https://forms.gle/cQMqhUT9VGmegxU4A

Allir meðlimir ÍPS hafa rétt á að sækja um boðsmiða. Stjórn ÍPS mun sjá um að velja þá sem fá boðsmiðana en til viðmiðunar við valið verður skoðað árangur keppenda á mótum ÍPS (stigalista ÍPS) og alþjólegum mótum erlendis.

Umsóknarfresturinn er til 22. júlí. Stjórn ÍPS mun tilkynna hverjir fá boðsmiða 5. ágúst. ÍPS gerir svo þá kröfu á þá sem verða fyrir valinu að vera búin að kaupa flug og tyggja gistingu fyrir 1. september. Ef valdir einstaklingar geta ekki uppfyllt þá kröfu þá gefur stjórn ÍPS sér þann rétt að afturkalla boðsmiðan og bjóða næsta mann/konu á listanum miðann þeirra.

Þetta er gert til að minnka líkur á því sem gerðist í fyrra þar sem tveir mættu ekki á mótið eftir að skráningarfrestur var liðinn. Einnig hefur ÍPS sett þá reglu að ef einstaklingur afturkallar þátttöku eftir að skráningu á WDF Masters er lokið (30. september) þá verður sá sami útilokaður frá umsókn á boðsmiða á næsta WDF Masters.

AddThis Website Tools
Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Íslandsmótið í Cricket – Lokun á skráningu

Okkur í hefur borist ábendingu um að það gleymdist að setja inn upplýsingar varðandi hvenar…

3 days ago

Íslandsmót í Cricket – tvímenningur – Ný tímasetning

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að breyta tímasetningu á tvímenningum í íslandsmótinu í Cricket sökum fárra…

3 days ago

Áminning vegna skráningar á Íslm. í Cricket

Stjórn ÍPS vill minna á skráningu á Íslandsmótið í Cricket sem verður haldið í aðstöðu…

5 days ago

Ný regla varðandi skráningu á mót ÍPS

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…

2 weeks ago

Tilkynning varðandi umsókn fyrir Masters og Íslandsmót í Cricket

Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…

3 weeks ago