Við hlökkum til að sjá þig Iceland Open/Masters sem fram fer á Bullseye dagana 13-14apríl. Með þessari tilkynningu langar okkur að miðla áfram upplýsingum sem þér gætu gagnast og jafnframt minna á ákveðnar reglur sem fylgja þarf þegar tekið er þátt í WDF móti.
Mótið fer fram á Bullseye, Snorrabraut 32, og opnar húsið kl 09:00 báða dagana.
Á laugardeginum er beinn útsláttur og er spilað best af sjö (Bo7) alla leið fram að úrslitaleik sem verður best af níu (Bo9).
Á sunnudeginum verður spilað í riðlum best af fimm (Bo5) og útslætti best af sjö (Bo7) fram að úrslitaleik sem verður best af níu (Bo9). Riðlakeppni karla verður tvískipt og leikið í tveimur hollum.
Nánara skipulag má finna fyrir neðan.
Seedað verður í mótin skv. Styrkleika lista WDF.
* Mótsstjórn mun EKKI ganga á eftir keppendum heldur er það á ábyrgð hvers leikmanns að fylgjast með hvenær og hvar hann á næsta leik. Sjálfsagt er að leita til mótsstjóra sé keppandi ekki viss hvenær hann á næsta leik.
Mótið hefst stundvíslega kl 11 og lýkur tilkynningarskyldu kl 10:00. Dregið verður í útslátt rúmlega 10:00.
Leikmenn sem falla úr leik eru skyldugir að skrifa næsta leik á því spjaldi sem þeir léku.
Verðlaunaafhending strax að loknum úrslitaleik í báðum flokkum.
Mótið hefst stundvíslega kl 10 á sunnudagsmorgun. Spilað verður í riðlum og verður riðlum tvískipt hjá körlum. Dráttur í riðla verður birtur á laugardagskvöld ásamt riðlaskipan.
Leikar hefjast í kvenna riðlum og riðlum A-H hjá körlum kl 10:00, tilkynningarskyldu lýkur kl 09:45.
Í riðlum I-P hjá körlum er áætlað að leikar hefjist kl 14:00, tilkynningurskyldu lýkur kl 13:30 og stefnt að því rúlla riðlum af stað eftir því sem fyrra holl klárast.
Keppendur í karlaflokki í riðlum I-P og í öllum riðlum í kvennaflokki sem ekki komast upp úr sínum riðli þurfa að skrifa leik í fyrstu umferð í útslætti.
Áætlað er að útsláttur hefjust kl 18:30 hjá körlum en 17/17:30 hjá konum.
Verðlaunaafhending strax að loknum úrslitaleik í báðum flokkum.
Ef þú varst búin/n að forpanta treyju á dart.is muntu geta sótt hana á Bullseye.
Treyjan verður til sölu á 8.990kr í stærðum XS – 3XL. Hægt að greiða með bæði korti og reiðufé.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…
Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…