Fréttir

Úrvalsdeildin í pílukasti 2024 – Þátttökuréttir

Úrvalsdeildin verður aftur á dagskrá í haust, en í þetta sinn keppa 16 pílukastarar í nýju breyttu fyrirkomulagi í anda úrvalsdeildar PDC. Allir 16 keppendur í Úrvalsdeildinni keppa amk 2 kvöld í beinni útsendingu en öll kvöldin að úrslitakvöldinu undanskyldu verða leikinn í 8 manna útsláttarfyrirkomulagi og vinna leikmenn sér inn stig eftir hvert kvöld. Nánar um útfærsluna hér

ATH! ÍPS áskilur sér rétt á að uppfæra fyrirkomulagið eftir þörfum.

Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Listinn verður uppfærður um leið og leikmenn tryggja sér þátttökurétt en 9 leikmenn hafa núþegar tryggt sér rétt til þátttöku í haust. Nánari reglur um þátttökurétt er að finna undir töflunni.

Reglur um þátttökurétt:

  1. Íslandsmeistarar karla og kvenna 2024 og Úrvalsdeildarmeistari 2023 fá sjálfkrafa WildCard sæti ef þau verða ekki núþegar í efstu 8 sætum á stigalista ÍPS þann 5. maí.
  2. Ef ofangreindir leikmenn eru ekki í efstu 8 sætum á stigalista ÍPS fá þau WildCard sæti í 4. styrkleikaflokk. Þessir leikmenn mega þá taka þátt í undankeppnum til þess að freista þess að tryggja sætið sitt í 3. styrkleikaflokki. Ef það tekst þá fjölgar WildCard sætum aftur.
  3. Þeir leikmenn sem hafa þegar tryggt sæti sitt í 1. og 2. styrkleikaflokki með þvi að vera í efstu 8 sætum ÍPS listans þann 5. maí mega ekki keppa í undankeppnum.
  4. Aðeins leikmenn sem hafa tekið þátt í amk einni undankeppni koma til greina sem WildCards leikmenn
  5. 3 manna nefnd velur WildCard leikmenn. 1 fulltrúi frá Sýn, 1 fulltrúi frá stjórn ÍPS og 1 fulltrúi sem stjórn ÍPS skipar. Stjórn ÍPS skal tilkynna hverjir sitja í nefndinni á sama tíma og WildCard sætin eru tilkynnt. Fulltrúar í nefnd geta ekki fengið WildCards sæti og skulu gæta þess að velja leikmenn útfrá heilindum en ekki hagsmunum vina eða kunningja. Nefndarmenn skulu halda því leyndu að þeir séu í nefndinni þar til að val hefur verið gefið út.
  6. Ef leikmenn þurfa að draga sig úr keppni af einhverjum ástæðum fær efsti leikmaður á ÍPS listanum sem ekki hefur þegar tryggt sér sæti þátttökuréttinn.  Ef einn eða fleiri eru jafnir á ÍPS listanum skal notast við nýjustu stig viðkomandi leikmanna til að skera úr um hver fær sætið.


Undankeppnir:

Undankeppnir fara fram í maí og júní. Allar undankeppnir eru opin mót sem allir félagsmenn í ÍPS geta tekið þátt í. Haldnar verða 4 undankeppnir (Reykjavík 28. maí, Selfoss 8. júní, Akureyri 11. júní og Reykjanesbær 18. júní. Ef undankeppni fellur niður eða ekki næst að halda undankeppni af einhverjum ástæðum, færist þátttökurétturinn í WildCards.

Undankeppnir 2024 (UK)

Athugasemdir eða spurningar má senda á stjórn á dart@dart.is

Helgi Pjetur

Recent Posts

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

1 hour ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

5 days ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

1 week ago

Floridana 1. umferð 2025

Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…

2 weeks ago

Floridana kvennadeildir (RVK og NA-deild)

ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…

2 weeks ago

Floridana deildin RVK – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

2 weeks ago