Úrvalsdeildin verður aftur á dagskrá í haust, en í þetta sinn keppa 16 pílukastarar í nýju breyttu fyrirkomulagi í anda úrvalsdeildar PDC. Allir 16 keppendur í Úrvalsdeildinni keppa amk 2 kvöld í beinni útsendingu en öll kvöldin að úrslitakvöldinu undanskyldu verða leikinn í 8 manna útsláttarfyrirkomulagi og vinna leikmenn sér inn stig eftir hvert kvöld. Nánar um útfærsluna hér
ATH! ÍPS áskilur sér rétt á að uppfæra fyrirkomulagið eftir þörfum.
Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Listinn verður uppfærður um leið og leikmenn tryggja sér þátttökurétt en 9 leikmenn hafa núþegar tryggt sér rétt til þátttöku í haust. Nánari reglur um þátttökurétt er að finna undir töflunni.
Undankeppnir fara fram í maí og júní. Allar undankeppnir eru opin mót sem allir félagsmenn í ÍPS geta tekið þátt í. Haldnar verða 4 undankeppnir (Reykjavík 28. maí, Selfoss 8. júní, Akureyri 11. júní og Reykjanesbær 18. júní. Ef undankeppni fellur niður eða ekki næst að halda undankeppni af einhverjum ástæðum, færist þátttökurétturinn í WildCards.
Athugasemdir eða spurningar má senda á stjórn á dart@dart.is
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…
Við minnum ykkur á að keppt er bæði í PFR og Bullseye. Deildir sem eru…
ÍPS byrjar aftur með kvennadeildir í Floridana mótaröðinni. Á nýju ári ákváðum við að byrja…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar er…