Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á einhverja flugeldasýningu en spilað var pílukast og við fengum sigurvegara.
Þriðja kvöldið var haldið á Bullseye og var margt um manninn og skemmtu sér allir vel.
Átta keppendur mættu til leiks að þessu sinni og var það Alexander Veigar ( PG ) sem sigraði kvöldið en hann tapaði ekki legg.
Alexander mætti Vitor Charrua ( PFH ) í úrslitaleiknum en hann sigraði 3-0 en í 8 manna úrslitum sigraði Alexander Davíð Svanson ( PFR ) 3-0, í 4 manna úrslitum sigraði svo Alexander slökkviliðsmanninn frá PR eða Tona eins og við köllum hann 3-0 þannig að það er hægt að segja að Alexander hafi mætt með kústinn svokallaða og skilað sínu.
Kvöldin eru sýnd á sportstöðvum Sýnar og eru 7 talsins.
Spilafyrirkomulag 25 okt – 6 des
4 kvöld – 16 keppendur 2 kvöld á mann
Kvöld 5 – 8 stigahæstu keppa og spilaðir eru 4 leikir
kvöld 6 – Verða spiluð undanúrslit. 2 leikir
Kvöld 7 – Úrslitaleikurinn. Bullseye
15. nóvember verðum við aftur á Bullseye og hvetjum við alla að mæta, hvetja sinn uppáhalds keppanda og hafa gaman saman. það skiptir öllu.
Frítt inn !!
ÍPS óskar Alexander Veigari til hamingju með sigurinn.
Þakkir til Matta, Alex Mána og Hólmars fyrir alla hjálp .
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…
Búið er að raða í riðla fyrir Floridana 6. umferð sem verður haldin á Bullseye,…