Fréttir

Styrkleikaflokkar og fyrirkomulag í Úrvalsdeild 2023

Í fyrri hluta ágúst (stefnt að 10. ágúst) verður dregið í riðla í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Visir.is. Dregið verður í 8 riðla (A til H) með fjórum leikmönnum hver. Sigurvegari hvers riðils tryggir sér sæti í 8 manna úrslitum.

Stjórn ÍPS hefur útbúið styrkleikaflokkun sem notast verður við þegar dregið verður í ágúst. Notast var við árangur leikmanna í mótum á árinu 2023 ásamt árangri í Úrvalsdeildinni 2022. Hægt er að sjá fjölda stiga fyrir árangur í hverju móti fyrir sig í stigatöflunni undir styrkleikaflokkunum hér að neðan.

Fyrirkomulag dráttar

Fyrst verður dregið úr styrkleikaflokki 4, einn leikmaður í hvern riðil. Þvínæst úr styrkleikaflokki 3, einn leikmaður í hvern riðil þar til búið er að raða í riðla úr öllum styrkleikaflokkum.

Í 8 manna úrslitum mætast leikmenn í 1. sæti A gegn B, C gegn D, E gegn F og G gegn H.

Í 4. manna úrslitum mætast A/B gegn C/D og svo E/F gegn G/H

Dagsetningar fyrir hvern riðil eru aðgengilegar á Viðburðasíðu ÍPS. Ef leikmaður kemst ekki á leikdegi síns riðils missir hann einfaldlega sæti sitt í Úrvalsdeildinni og nýr leikmaður kemur í staðinn sem valinn er af landsliðsþjálfurum Íslands. Ekki verður í boði að færa sig á milli riðla!

Styrkleikaflokkar

Ef leikmenn eru með jafnmörg stig skal notast við nýjasta meðaltal NOVIS deildarinnar til að ákvarða röðun á styrkleikalista. Stjórn ÍPS áskilur sér rétt á að gera breytingar á styrkleikaflokkum ef t.d. gerð hafa verið mistök við stigagjöf.

Helgi Pjetur

Recent Posts

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Sunnudagsins

Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…

1 week ago

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Laugardagsins

Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…

2 weeks ago

Floridana 1. umferð 2026 – Útsending

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…

2 weeks ago

Floridana 1. umferð – Dagskrá

Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…

2 weeks ago

Píluþing 2026 – Streymi

Kæru félagsmenn. Hér má fylgjast með streymi af Píluþingi ÍPS fyrir árið 2026.Fulltrúar aðildarfélaga munu…

3 weeks ago