Úrvalsdeildin

Úrvalsdeildin í pílukasti 2025 – Þátttökuréttir

Úrvalsdeildin verður aftur á dagskrá næsta vetur, en í þetta sinn keppa 16 pílukastarar með svipuðu fyrikomulagi og í fyrra. Allir 16 keppendurnir í Úrvalsdeildinni keppa a.m.k. 2 kvöld í beinni útsendingu en öll kvöldin að úrslitakvöldinu undanskyldu verða leikinn í 8 manna útsláttarfyrirkomulagi eins og í fyrra og vinna leikmenn sér inn stig eftir hvert kvöld.

ATH! ÍPS áskilur sér rétt á að uppfæra fyrirkomulagið eftir þörfum.

Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Listinn verður uppfærður um leið og leikmenn tryggja sér þátttökurétt en 12 leikmenn hafa nú þegar tryggt sér rétt til þátttöku í haust. Nánari reglur um þátttökurétt er að finna undir töflunni.

Reglur um þátttökurétt:

  1. Íslandsmeistarar karla 2025, Úrvalsdeildarmeistari 2024, Íslandsmeistari kvenna og Íslandsmeistari U18 fá sjálfkrafa sæti ef þau verða ekki nú þegar í efstu 10 sætum á stigalista ÍPS þann 6. júní.
  2. Ef ofangreindir leikmenn eru ekki í efstu 10 sætum á stigalista ÍPS fá þau sæti í 4. styrkleikaflokk. Þessir leikmenn mega þá taka þátt í fyrstu tveimur undankeppnunum til þess að freista þess að tryggja sætið sitt í 3. styrkleikaflokki. Ef það tekst fær næsti leikmaður á stigalista ÍPS sæti þeirra í 4. styrkleikaflokk.
  3. Þeir leikmenn sem hafa þegar tryggt sæti sitt í 1., 2. og 3 styrkleikaflokki með þvi að vera í efstu 10 sætum stigalista ÍPS þann 6. júní mega ekki keppa í undankeppnum.
  4. Ef leikmenn sem eru í 10 efstu sætunum eða leikmenn sem vinna undankeppnir þurfa að draga sig úr keppni af einhverjum ástæðum fær efsti leikmaður á stigalista ÍPS sem ekki hefur þegar tryggt sér sæti þátttökurétt.  Ef einn eða fleiri eru jafnir á ÍPS listanum skal notast við nýjustu stig viðkomandi leikmanna til að skera úr um hver fær sætið.
  5. Ef Íslandsmeistari karla, kvenna eða Íslandsmeistari U18 draga sig úr keppni af einhverjum ástæðum fá leikmenn sem enduðu í 2. sæti á Íslandsmóti þátttökurétt. Ef leikmenn í 2. sæti gefa ekki kost á sér að taka sætið fær efsti leikmaður á ÍPS listanum sem ekki hefur þegar tryggt sér sæti þátttökurétt.


Undankeppnir:

Undankeppnir fara fram í júní og júlí. Allar undankeppnir eru opin mót sem allir félagsmenn í ÍPS geta tekið þátt í. Haldnar verða 4 undankeppnir og verða settar inn tilkynningar um leið og þátttökustaðir og keppnisdagar verða ákveðnir. Ef undankeppni fellur niður eða ekki næst að halda undankeppni af einhverjum ástæðum, færist þátttökurétturinn á efsta leikmann á ÍPS listanum sem ekki hefur þegar tryggt sér þátttökurétt.

Athugasemdir eða spurningar má senda á stjórn á dart@dart.is

Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Sunnudagsins

Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…

1 week ago

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Laugardagsins

Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…

2 weeks ago

Floridana 1. umferð 2026 – Útsending

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…

2 weeks ago

Floridana 1. umferð – Dagskrá

Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…

2 weeks ago

Píluþing 2026 – Streymi

Kæru félagsmenn. Hér má fylgjast með streymi af Píluþingi ÍPS fyrir árið 2026.Fulltrúar aðildarfélaga munu…

3 weeks ago