Categories: Fréttir

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða leikmenn eru að fara etja kappi á lokakvöldinu laugardaginn 7. desember á Bullseye.

Dilyan Kolev var upp við vegg í úrslitaleiknum og gerði sér lítið fyrir og sigraði kvöldið og náði að tryggja sér sæti á lokakvöldinu. Einnig tryggðu Alexander Veigar Þorvaldsson, Arngrímur Anton Ólafsson og Vitor Charrua sér sæti.

Lokakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti verður næstu helgi (laugardaginn 7. desember) og verður sýnt beint frá þessum magnaða viðburði á Stöð2 sport.

Keppt verður á Bullseye og hefst fyrsti leikur klukkan 19:30. Við hvetjum alla að taka þennan tíma frá og láta sjá sig í Bullseye og upplifa stemmninguna þar eða ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta þangað, þá að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á Stöð2Sport.

Þar munu bestu pílukastara Íslands keppast um að verða krýndir Úrvalsdeildarmeistari ÍPS í pílukasti árið 2024.

Við hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn 7. desember í brjálaðri stemmningu þar sem krýndur verður Úrvalsdeildarmeistari ÍPS 2024.

Áfram Pílukast!

AddThis Website Tools
ipsdart_is

Recent Posts

Áminning vegna skráningar á Íslm. í CricketÁminning vegna skráningar á Íslm. í Cricket

Áminning vegna skráningar á Íslm. í Cricket

Stjórn ÍPS vill minna á skráningu á Íslandsmótið í Cricket sem verður haldið í aðstöðu…

6 hours ago
Ný regla varðandi skráningu á mót ÍPSNý regla varðandi skráningu á mót ÍPS

Ný regla varðandi skráningu á mót ÍPS

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…

1 week ago

Tilkynning varðandi umsókn fyrir Masters og Íslandsmót í Cricket

Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…

2 weeks ago

UK4 – Reykjavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…

3 weeks ago

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

4 weeks ago