Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða leikmenn eru að fara etja kappi á lokakvöldinu laugardaginn 7. desember á Bullseye.
Dilyan Kolev var upp við vegg í úrslitaleiknum og gerði sér lítið fyrir og sigraði kvöldið og náði að tryggja sér sæti á lokakvöldinu. Einnig tryggðu Alexander Veigar Þorvaldsson, Arngrímur Anton Ólafsson og Vitor Charrua sér sæti.
Lokakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti verður næstu helgi (laugardaginn 7. desember) og verður sýnt beint frá þessum magnaða viðburði á Stöð2 sport.
Keppt verður á Bullseye og hefst fyrsti leikur klukkan 19:30. Við hvetjum alla að taka þennan tíma frá og láta sjá sig í Bullseye og upplifa stemmninguna þar eða ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta þangað, þá að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á Stöð2Sport.
Þar munu bestu pílukastara Íslands keppast um að verða krýndir Úrvalsdeildarmeistari ÍPS í pílukasti árið 2024.
Við hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn 7. desember í brjálaðri stemmningu þar sem krýndur verður Úrvalsdeildarmeistari ÍPS 2024.
Áfram Pílukast!
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…