Categories: Fréttir

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða leikmenn eru að fara etja kappi á lokakvöldinu laugardaginn 7. desember á Bullseye.

Dilyan Kolev var upp við vegg í úrslitaleiknum og gerði sér lítið fyrir og sigraði kvöldið og náði að tryggja sér sæti á lokakvöldinu. Einnig tryggðu Alexander Veigar Þorvaldsson, Arngrímur Anton Ólafsson og Vitor Charrua sér sæti.

Lokakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti verður næstu helgi (laugardaginn 7. desember) og verður sýnt beint frá þessum magnaða viðburði á Stöð2 sport.

Keppt verður á Bullseye og hefst fyrsti leikur klukkan 19:30. Við hvetjum alla að taka þennan tíma frá og láta sjá sig í Bullseye og upplifa stemmninguna þar eða ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta þangað, þá að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á Stöð2Sport.

Þar munu bestu pílukastara Íslands keppast um að verða krýndir Úrvalsdeildarmeistari ÍPS í pílukasti árið 2024.

Við hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn 7. desember í brjálaðri stemmningu þar sem krýndur verður Úrvalsdeildarmeistari ÍPS 2024.

Áfram Pílukast!

ipsdart_is

Recent Posts

ÍPS óskar eftir umsóknum í nefndir

Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að…

2 days ago

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

6 days ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

2 weeks ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

4 weeks ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

4 weeks ago