Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina
Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka þátt í WDF World Cup sem haldið verður í Suður-Kóreu í september 2025.
Við val á landsliðinu voru ýmsir þættir hafðir til hliðsjónar og þar má m.a. nefna:
• Hæfileikar og frammistaða á æfingum, GoDartsPro og keppnismótum.
• Hugarfar og almennt viðmót gagnvart æfingum og hvort öðru.
• Þekking á leiknum og taktísk færni.
• Ástundun, agi og vilji til að bæta sig.
Það er óhætt að segja að valið á landsliðinu var ekki auðvelt enda margir hæfileikaríkir pílukastarar til á Íslandi. Fjöldi leikmanna hafa tekið stórt framfaraskref á síðustu misserum og sýnt að þeir eiga fullt erindi í landsliðsumhverfið.
Ég vil sérstaklega hrósa öllum þeim sem lögðu sig fram og sýndu metnað, bæði innan sem utan vallar. Til þeirra sem að þessu sinni fengu ekki sæti í hópnum vil ég segja: Takið þetta sem hvatningu, ekki hindrun. Leikmenn sem halda áfram að sýna framfarir og æfa markvisst munu klárlega gera tilkall til landsliðsins í framtíðinni.
Á næsta ári (2026) verður bæði Norðurlandamót og WDF Euro Cup og því til mikils að vinna fyrir þau sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni.
Markmið okkar er að byggja upp öflugt, samstillt og vel undirbúið landslið sem er tilbúið að takast á við þjóðir heims í þessari glæsilegu íþrótt sem pílukast er.
Það gerum við saman – með aga, eldmóði og virðingu fyrir hvor öðrum.
Landsliðið að þessu sinni skipa eftirfarandi leikmenn:
Konur
Barbara Nowak – PFR
Ingibjörg Magnúsdóttir – PFH
Sandra Dögg Guðlaugsdóttir – PG
Steinunn Dagný Ingvarsdóttir – PG
Kolbrún Gígja Einarsdóttir – PÞ
Ólöf Heiða Óskarsdóttir – PÞ
Karlar
Alexander Veigar Þorvaldsson – PG
Árni Ágúst Daníelsson – PR
Hörður Þór Guðjónsson – PG
Vitor Charrua – PFH
Haraldur Birgisson – PFK
Kristján Sigurðsson – PFK
Með vinsemd og virðingu
Pétur Rúðrik Guðmundsson
Landsliðsþjálfari
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…