Categories: Fréttir

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina

Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka þátt í WDF World Cup sem haldið verður í Suður-Kóreu í september 2025.

Við val á landsliðinu voru ýmsir þættir hafðir til hliðsjónar og þar má m.a. nefna:

• Hæfileikar og frammistaða á æfingum, GoDartsPro og keppnismótum.

• Hugarfar og almennt viðmót gagnvart æfingum og hvort öðru.

• Þekking á leiknum og taktísk færni.

• Ástundun, agi og vilji til að bæta sig.

Það er óhætt að segja að valið á landsliðinu var ekki auðvelt enda margir hæfileikaríkir pílukastarar til á Íslandi. Fjöldi leikmanna hafa tekið stórt framfaraskref á síðustu misserum og sýnt að þeir eiga fullt erindi í landsliðsumhverfið.

Ég vil sérstaklega hrósa öllum þeim sem lögðu sig fram og sýndu metnað, bæði innan sem utan vallar. Til þeirra sem að þessu sinni fengu ekki sæti í hópnum vil ég segja: Takið þetta sem hvatningu, ekki hindrun. Leikmenn sem halda áfram að sýna framfarir og æfa markvisst munu klárlega gera tilkall til landsliðsins í framtíðinni.

Á næsta ári (2026) verður bæði Norðurlandamót og WDF Euro Cup og því til mikils að vinna fyrir þau sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni.

Markmið okkar er að byggja upp öflugt, samstillt og vel undirbúið landslið sem er tilbúið að takast á við þjóðir heims í þessari glæsilegu íþrótt sem pílukast er.

Það gerum við saman – með aga, eldmóði og virðingu fyrir hvor öðrum.

Landsliðið að þessu sinni skipa eftirfarandi leikmenn:

Konur
Barbara Nowak – PFR
Ingibjörg Magnúsdóttir – PFH
Sandra Dögg Guðlaugsdóttir – PG
Steinunn Dagný Ingvarsdóttir – PG

Kolbrún Gígja Einarsdóttir – PÞ
Ólöf Heiða Óskarsdóttir – PÞ

Karlar

Alexander Veigar Þorvaldsson – PG
Árni Ágúst Daníelsson – PR
Hörður Þór Guðjónsson – PG
Vitor Charrua – PFH

Haraldur Birgisson – PFK
Kristján Sigurðsson – PFK

Með vinsemd og virðingu
Pétur Rúðrik Guðmundsson
Landsliðsþjálfari

ipsdart_is

Recent Posts

ÍPS óskar eftir umsóknum í nefndir

Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að…

3 days ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

2 weeks ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

4 weeks ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

4 weeks ago

Fyrsta píluþingi lokið – Ný stórn kosin

Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…

1 month ago