ÍPS hefur loks tekið skref inn í nútíðina með því að opna sína eigin litlu vefverslun. Framvegis munu allar skráningar í mót á vegum ÍPS fara fram í gegnum þessa vefverslun. Hvort sem um er að ræða Floridana, Dartung eða önnur mót.
Þetta mun stórkostalega einfalda og auðvelda bæði stjórn og þátttakendum að halda utanum skráningar þar sem ekki mun lengur þurfa að greiða í mót með millifærslum. Hægt er að greiða með debet og kreditkortum auk þess sem að greiðslugáttin styður við Apple-pay lausnina.
Þeir einstaklingar sem eiga inneign hjá ÍPS munu einnig geta greitt með henni án þess að þurfa að senda sérstakan tölvupóst á dart@dart.is. Í körfu viðmótinu er sérstakur gluggi þar sem eigendur inneignar geta slegið inn sérstakan kóða sem þeir koma til með fá sendan til sín í tölvupósti á næstum dögum. Einnig geta þeir fylgst með stöðu inneignar sinnar á eftirfarandi slóð: https://dart.is/inneign/
Smátt og smátt mun móta- & vöruúrvalið aukast og aldrei að vita nema sérmerktur ÍPS varningur detti á síðuna í náinni framtíð.
Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39…
Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…
Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…
Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…
Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…
Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…