Úrslit

FitnessSport meistaramót 301 tvímenningur – Úrslit

Í gær fór fram FitnessSport meistaramótið í 301 en mótin fóru fram bæði á Bullseye Snorrabraut og hjá Píludeild Þórs á Akureyri en yfir 60 manns tóku þátt í mótunum tveimur. 42 mættu til leiks á Bullseye en 18 á Akureyri.

Á Bullseye voru það félagarnir úr PFR þeir Þorgeir Guðmundsson og Óli Th sem sigruðu í karlaflokki en í kvennaflokki voru það Ingibjörg Magnúsdóttir úr PFH og Kristín Einarsdóttir úr PR.

Þorgeir og Óli sigruðu þá Alexander Veigar úr PG og Árna Ágúst Daníelsson úr PR í úrslitaleiknum 7-4 en í kvennaflokki fór úrslitaleikurinn í oddalegg en það voru þær Ingibjörg og Kristín sem höfðu betur 7-6 á móti Isabellu Nordskog og Söru Heimis úr PFH.

Á Akureyri urðu það síðan þeir Óskar Jónasson og Steinþór Már Auðunsson sem urðu meistarar en þeir sigruðu þá Sigurð Fannar Stefánsson og Inga Þór Stefánsson 7-4 í úrslitaleiknum.

Stjórn ÍPS þakkar öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir aðstoðina og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum verðlaunahöfum.

Óli Th og Þorgeir 1. sæti RVK
Ingibjörg og Kristín 1. sæti RVK
Steinþór og Óskar 1. sæti AK
Alexander og Árni 2. sæti RVK
Sara og Isabelle 2. sæti RVK
Ingi og Sigurður 2. sæti AK
Björn Steinar og Matthías 3-4 sæti RVK
Daníel og Atli 3-4 sæti RVK
Arna og Brynja 3-4 sæti RVK
Steinunn og Sandra 3-4 sæti RVK
Sigurður, Garðar, Viðar og Andri 3-4 sæti AK
ipsdart

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

3 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

4 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 mánuður ago