Í gær fór fram FitnessSport meistaramótið í 301 en mótin fóru fram bæði á Bullseye Snorrabraut og hjá Píludeild Þórs á Akureyri en yfir 60 manns tóku þátt í mótunum tveimur. 42 mættu til leiks á Bullseye en 18 á Akureyri.
Á Bullseye voru það félagarnir úr PFR þeir Þorgeir Guðmundsson og Óli Th sem sigruðu í karlaflokki en í kvennaflokki voru það Ingibjörg Magnúsdóttir úr PFH og Kristín Einarsdóttir úr PR.
Þorgeir og Óli sigruðu þá Alexander Veigar úr PG og Árna Ágúst Daníelsson úr PR í úrslitaleiknum 7-4 en í kvennaflokki fór úrslitaleikurinn í oddalegg en það voru þær Ingibjörg og Kristín sem höfðu betur 7-6 á móti Isabellu Nordskog og Söru Heimis úr PFH.
Á Akureyri urðu það síðan þeir Óskar Jónasson og Steinþór Már Auðunsson sem urðu meistarar en þeir sigruðu þá Sigurð Fannar Stefánsson og Inga Þór Stefánsson 7-4 í úrslitaleiknum.
Stjórn ÍPS þakkar öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir aðstoðina og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum verðlaunahöfum.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…