Úrslit

FitnessSport meistaramót 301 tvímenningur – Úrslit

Í gær fór fram FitnessSport meistaramótið í 301 en mótin fóru fram bæði á Bullseye Snorrabraut og hjá Píludeild Þórs á Akureyri en yfir 60 manns tóku þátt í mótunum tveimur. 42 mættu til leiks á Bullseye en 18 á Akureyri.

Á Bullseye voru það félagarnir úr PFR þeir Þorgeir Guðmundsson og Óli Th sem sigruðu í karlaflokki en í kvennaflokki voru það Ingibjörg Magnúsdóttir úr PFH og Kristín Einarsdóttir úr PR.

Þorgeir og Óli sigruðu þá Alexander Veigar úr PG og Árna Ágúst Daníelsson úr PR í úrslitaleiknum 7-4 en í kvennaflokki fór úrslitaleikurinn í oddalegg en það voru þær Ingibjörg og Kristín sem höfðu betur 7-6 á móti Isabellu Nordskog og Söru Heimis úr PFH.

Á Akureyri urðu það síðan þeir Óskar Jónasson og Steinþór Már Auðunsson sem urðu meistarar en þeir sigruðu þá Sigurð Fannar Stefánsson og Inga Þór Stefánsson 7-4 í úrslitaleiknum.

Stjórn ÍPS þakkar öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir aðstoðina og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum verðlaunahöfum.

ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago