Það voru þeir Matthías Örn Friðriksson og Björn Steinar Brynjólfsson úr Pílufélagi Grindavíkur sem urðu í dag FitnessSport meistarar Suðurlands í 501 tvímenning en þeir sigruðu þá Hallgrím Egilsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur og Vitor Charrua úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar 6-3 í úrslitaleiknum en spilað var á Bullseye, Snorrabraut. Í kvennaflokki sigruðu þær Ingibjörg Magnúsdóttir úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar og Kristín Einarsdóttir úr Pílufélagi Reykjanesbæjar þær Örnu Rut Gunnlaugsdóttur úr Pílufélagi Grindavíkur og Brynju Herborgu Jónsdóttur úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar 6-0.
Á Akureyri voru það bræðurnir Sigurður Brynjar og Garða Gísli Þórissynir sem urðu FitnessSport meistarar Norðurlands en þeir sigruðu þá Stefán Þór Baldursson og Sigurð Fannar Stefánsson 6-5 í úrslitaleiknum en allir eru í Píludeild Þórs.
Í verðlaun voru nýju WOW drykkirnir frá FitnessSport og einnig fengu sigurvegarar 10.000kr inneign hjá ÍPS sem hægt er að nota í mótsgjöld í innlendum mótum og í ferðakostnað tengdan píluferðum innanlands og erlendis. Þeir keppendur sem lentu í öðru sæti fengu 5.000kr inneign. Hægt er að skoða verðlaunafé/inneignir keppenda HÉR
Að lokum vill ÍPS þakka öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt kærlega fyrir og óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju. Næst á dagskrá hjá ÍPS er 2. riðill Úrvalsdeildarinnar en hann verður spilaður á Bullseye í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður PFR með skemmtimót með sama hætti og seinast. 5. umferð NOVIS deildarinnar er síðan handan við hornið en hún verður spiluð þann 9. október næstkomandi og er skráning hafin á dart.is
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…