ÍPS hefur selt nafnaréttinn á Íslandsmótinu í 301 og verður því spilað um FitnessSport meistaratitla í tvímenning 301 sunnudaginn 27. nóv. Keppt verður á tveimur stöðum, á Bullseye Snorrabraut og hjá Píludeild Þórs. Þátttökurétt hafa allir greiddir meðlimir aðildarfélags sambandsins. Hægt er að gerast meðlimur í einu af okkur aðildarfélögum með því að klára skráningu á dart.is. Húsið opnar kl. 09:00 og byrja fyrstu leikir kl. 11:00. Keppt er í karla- og kvennaflokki ef skráning leyfir og eru spilaðir riðlar og fylgir útsláttur í kjölfarið. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Facebook/Youtube síðu Live Darts Iceland og verður einnig hægt að horfa á beinar útsendingar frá mótinu á dart.is.
Dagskrá
09:00 – Húsið opnar
10:00 – Staðfesting keppenda á staðnum lýkur. Dregið í riðla af handahófi
11:00 – Fyrstu leikir í öllum riðlum hefjast
Hversu margir riðlar, spilafyrirkomulag í riðlum og hve margir komast upp úr riðli fer eftir skráningu.
Eftir að riðlakeppni lýkur hefst útsláttarkeppni og er spilað eftirfarandi:
Last 64 – Best of 5
Last 32 – Best of 7
Last 16 – Best of 7
Last 8 – Best of 9
Semi finals – Best of 11
Final – Best af 13
Skráningar- og greiðslufrestur er til laugardagsins 26. nóv kl. 18:00.
Þátttökugjald er kr. 4.000kr á par.
Eingöngu er hægt að greiða þátttökugjald með millifærslu á
kt. 470385-0819
rn. 0301-26-014567
Hægt er að sjá skráða keppendur með því að smella HÉR
Hægt er að skrá sig hér að neðan:
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…