ÍPS hefur selt nafnaréttinn á Íslandsmótinu í 301 og verður því spilað um FitnessSport meistaratitla í tvímenning 301 sunnudaginn 27. nóv. Keppt verður á tveimur stöðum, á Bullseye Snorrabraut og hjá Píludeild Þórs. Þátttökurétt hafa allir greiddir meðlimir aðildarfélags sambandsins. Hægt er að gerast meðlimur í einu af okkur aðildarfélögum með því að klára skráningu á dart.is. Húsið opnar kl. 09:00 og byrja fyrstu leikir kl. 11:00. Keppt er í karla- og kvennaflokki ef skráning leyfir og eru spilaðir riðlar og fylgir útsláttur í kjölfarið. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Facebook/Youtube síðu Live Darts Iceland og verður einnig hægt að horfa á beinar útsendingar frá mótinu á dart.is.
Dagskrá
09:00 – Húsið opnar
10:00 – Staðfesting keppenda á staðnum lýkur. Dregið í riðla af handahófi
11:00 – Fyrstu leikir í öllum riðlum hefjast
Hversu margir riðlar, spilafyrirkomulag í riðlum og hve margir komast upp úr riðli fer eftir skráningu.
Eftir að riðlakeppni lýkur hefst útsláttarkeppni og er spilað eftirfarandi:
Last 64 – Best of 5
Last 32 – Best of 7
Last 16 – Best of 7
Last 8 – Best of 9
Semi finals – Best of 11
Final – Best af 13
Skráningar- og greiðslufrestur er til laugardagsins 26. nóv kl. 18:00.
Þátttökugjald er kr. 4.000kr á par.
Eingöngu er hægt að greiða þátttökugjald með millifærslu á
kt. 470385-0819
rn. 0301-26-014567
Hægt er að sjá skráða keppendur með því að smella HÉR
Hægt er að skrá sig hér að neðan:
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…