Það voru þau Óskar Jónasson frá Píludeild Þórs og Brynja Herborg Jónsdóttir frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar sem urðu á sunnudaginn FitnessSport Íslandsmeistarar í 301 en keppt var á Bullseye, Snorrabraut.
50 karlar tóku þátt og 14 konur og voru spilaðir riðlar og fylgdi útsláttur í kjölfarið.
Á leið sinni að titlinum sigraði Óskar þá Valþór Atla Birgisson 4-2 í 32 manna úrslitum, Svein Skorra Höskuldsson 4-3 í 16 manna úrslitum, Friðrik Diego 5-1 í 8 manna úrslitum og Hallgrím Egilsson 6-4 í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum mætti hann Birni Andra Ingólfssyni frá Pílufélagi Magna Grenivík og var leikurinn æsispennandi. Óskar var sterkari í byrjun og komst í 3-0 en Björn náði að jafna í 3-3. Þeir skiptust á næstu 4 leggjum og staðan því orðin 5-5. Óskar komst síðan í 6-5 og var einum legg frá sigrinum. Björn Andri tók næstum því út 130 til að koma leiknum í oddalegg en Óskar kláraði 80 útskot á tvöföldum 20 og fagnaði vel og innilega sigrinum en um 16 manns frá Píludeild Þórs, Tindastól og Grenivík komu saman á mótið og því mikið stuð í rútunni á heimleiðinni.
Í kvennaflokki sigraði Brynja Herborg Jónsdóttir úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Í 8 manna úrslitum sigraði hún Söru Heimisdóttur 5-2 og Svanhvíti Helgu Hammer 6-3 í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum mætti hún ríkjandi Íslandsmeistara í 301, Ingibjörgu Magnúsdóttur og var sá leikur einni æsispennandi og fór alla leið í oddalegg þar sem báðar áttu pílur fyrir sigrinum. Brynja var sterkari til að byrja með og komst í 4-1 en Ingibjörg vann næstu 4 leggi og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum 4-5. Brynja tók næstu 2 og kom sér aftur yfir 6-5. Ingibjörg jafnaði í 6-6 en það var Brynja sem tók út á undan og varð því Íslandsmeistari í 301 í fyrsta skipti.
Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum verðlaunahöfum mótsins. Við minnum á Instagram reikning sambandsins @ips_dart.is en þar er mikið af myndum af keppendum mótsins.
Að lokum vill stjórn ÍPS þakka öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir og óskar sigurvegurum innilega til hamingju!
Næst á dagskrá er unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is en lokaumferðin verður haldin á Bullseye laugardaginn 4. nóvember næstkomandi og er skráning í fullum gangi HÉR
Í kjölfarið er síða fjórði og seinasti riðill Úrvalsdeildarinnar í pílukasti sem spilaður verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þann 9. nóvember.
Úrslit NOVIS deildarinnar verða síðan spiluð sunnudaginn 13. nóvember og er skráning í fullum gangi HÉR
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…
4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…
Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…
5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…
Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…