Það voru þau Óskar Jónasson frá Píludeild Þórs og Brynja Herborg Jónsdóttir frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar sem urðu á sunnudaginn FitnessSport Íslandsmeistarar í 301 en keppt var á Bullseye, Snorrabraut.
50 karlar tóku þátt og 14 konur og voru spilaðir riðlar og fylgdi útsláttur í kjölfarið.
Á leið sinni að titlinum sigraði Óskar þá Valþór Atla Birgisson 4-2 í 32 manna úrslitum, Svein Skorra Höskuldsson 4-3 í 16 manna úrslitum, Friðrik Diego 5-1 í 8 manna úrslitum og Hallgrím Egilsson 6-4 í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum mætti hann Birni Andra Ingólfssyni frá Pílufélagi Magna Grenivík og var leikurinn æsispennandi. Óskar var sterkari í byrjun og komst í 3-0 en Björn náði að jafna í 3-3. Þeir skiptust á næstu 4 leggjum og staðan því orðin 5-5. Óskar komst síðan í 6-5 og var einum legg frá sigrinum. Björn Andri tók næstum því út 130 til að koma leiknum í oddalegg en Óskar kláraði 80 útskot á tvöföldum 20 og fagnaði vel og innilega sigrinum en um 16 manns frá Píludeild Þórs, Tindastól og Grenivík komu saman á mótið og því mikið stuð í rútunni á heimleiðinni.
Í kvennaflokki sigraði Brynja Herborg Jónsdóttir úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Í 8 manna úrslitum sigraði hún Söru Heimisdóttur 5-2 og Svanhvíti Helgu Hammer 6-3 í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum mætti hún ríkjandi Íslandsmeistara í 301, Ingibjörgu Magnúsdóttur og var sá leikur einni æsispennandi og fór alla leið í oddalegg þar sem báðar áttu pílur fyrir sigrinum. Brynja var sterkari til að byrja með og komst í 4-1 en Ingibjörg vann næstu 4 leggi og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum 4-5. Brynja tók næstu 2 og kom sér aftur yfir 6-5. Ingibjörg jafnaði í 6-6 en það var Brynja sem tók út á undan og varð því Íslandsmeistari í 301 í fyrsta skipti.
Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum verðlaunahöfum mótsins. Við minnum á Instagram reikning sambandsins @ips_dart.is en þar er mikið af myndum af keppendum mótsins.
Að lokum vill stjórn ÍPS þakka öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir og óskar sigurvegurum innilega til hamingju!
Næst á dagskrá er unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is en lokaumferðin verður haldin á Bullseye laugardaginn 4. nóvember næstkomandi og er skráning í fullum gangi HÉR
Í kjölfarið er síða fjórði og seinasti riðill Úrvalsdeildarinnar í pílukasti sem spilaður verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þann 9. nóvember.
Úrslit NOVIS deildarinnar verða síðan spiluð sunnudaginn 13. nóvember og er skráning í fullum gangi HÉR
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…